Sport

Norðmaður fyrstur í mark í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kurt-Asle Arvesen.
Kurt-Asle Arvesen.

Norðmaðurinn Kurt-Asle Arvesen var fyrstur á 11. dagleið Frakklandshjólreiðanna í dag. Arvesen fékk harða samkeppni frá Martin Elmiger og Alessandro Ballan.

Ástralinn Cadel Evans klæðist enn gulu treyjunni en hér að neðan má sjá hvernig staðan er í heildarkeppninni.

Dagleiðin í dag féll þó í skuggann af málefnum Spánverjans Moises Duenas Nevado. Franska lögreglan fann ólögleg efni inn á hótelherbergi hans í morgun.

Lögreglan ruddist inn á hótelherbergi Nevado eftir að ljóst var að hann hafði fallið á lyfjaprófi eftir fjórða áfanga Tour de France.

Efstir í heildarstigakeppninni:

1. Cadel Evans - Ástralía

2. Frank Schleck - Lúxemborg

3. Christian Vande Velde - Bandaríkin

4. Bernhard Kohl - Austurríki

5. Denis Menchov - Rússland








Fleiri fréttir

Sjá meira


×