Fótbolti

Eto´o þarf að ákveða sig

NordcPhotos/GettyImages

Txiki Begiristain hjá Barcelona segir að fjögur eða fimm stór félög í Evrópu hafi áhuga á að fá Kamerúnann Samuel Eto´o í sínar raðir í sumar.

Hinum 27 ára gamla markahrók hefur verið tjáð að hann sé ekki inni í framtíðaráformum Pep Guardiola þjálfara Barcelona, en hingað til hafa launakröfur Eto´o orðið til þess að viðræður um kaup á honum hafa aldrei komist á skrið.

"Við verðum að fá að heyra að Samuel nái samkomulagi við annað félag áður en við getum sest að samningaborðinu. Við vitum hvað hann getur komið með inn í okkar lið, en við verðum að koma framtíð hans á hreint áður en við getum farið að skoða það. Ef hann fer frá okkur, fer hann að sjálfssögðu til stórliðs. Það eru þegar fjögur eða fimm lið að skoða hann," sagði Begiristain.

Talið er að Barcelona gæti endurvakið áhuga sinn á framherjanum Emmanuel Adebayor hjá Arsenal ef það fær viðunandi upphæð fyrir Eto´o.

"Adebayor er eitt af stóru nöfnunum þarna úti. Það eru nokkrir framherjar í sigtinu hjá okkur og Adebayor er einn þeirra," sagði Begiristain í samtali við Sky.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×