Fótbolti

Ensku liðin unnu þau frönsku

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik Marseille og Liverpool í kvöld.
Úr leik Marseille og Liverpool í kvöld.

Keppni í Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld en þá fór fram fyrsta umferðin í riðlum A-D. Mjög óvænt úrslit urðu í A-riðlinum þar sem CFR Cluj-Napoca frá Rúmeníu gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 útisigur á Roma.

Frank Lampard kom Chelsea yfir gegn Bordeaux og lagði síðan upp mark fyrir Joe Cole. Enska liðið vann 4-0 sigur en Florent Malouda og Nicolas Anelka bættu við mörkum. Mancini og Adriano skoruðu mörk Inter sem vann útisigur 0-2 á Panathinaikos í B-riðli.

Eiður Smári Guðjohnsen fékk ekki tækifæri hjá Barcelona sem vann 3-1 sigur á Sporting Lissabon. Rafael Marquez og Samuel Eto'o komu spænska liðinu tveimur mörkum yfir áður en gestirnir minnkuðu muninn. Xavi innsiglaði síðan sigurinn undir lokin

Í D-riðli vann Liverpool góðan 2-1 útisigur á franska liðinu Marseille. Heimamenn komust yfir en Steven Gerrard svaraði með tveimur mörkum. Það fyrra var stórglæsilegt en það síðara kom úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Ryan Babel. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik en í blálokin var Marseille nálægt því að jafna metin.

Sergio Agüero skoraði tvö mörk fyrir Atletico Madrid sem sýndi frábæra frammistöðu gegn PSV Eindhoven og vann 3-0 sigur á útivelli.

A-riðill:

Chelsea 4-0 Bordeaux

Roma 1-2 CFR Cluj-Napoca

B-riðill:

Panathinaikos 0-2 Inter Milan

Werder Bremen 0-0 Anorthosis Famagusta

C-riðill:

Barcelona 3-1 Sporting

Basle 1-2 Shakhtar Donetsk

D-riðill:

Marseille 1-2 Liverpool

PSV 0-3 Atletico Madrid








Fleiri fréttir

Sjá meira


×