Erlent

Saksóknari í Færeyjum er sátt við dóminn

Óli Tynes skrifar
Linda Margarete Hasselberg, saksóknari.
Linda Margarete Hasselberg, saksóknari.

Saksóknarinn í málinu gegn Birgi Páli Marteinssyni í Færeyjum segir það alrangt að hún sé óánægð með dóminn yfir honum.

Linda Margarete Hasselberg krafðist tíu ára fangelsis en niðurstaða dómsins var sjö ár.

Í samtali við Vísi sagði Hasselberg að því hefði verið haldið fram í íslenskum fjölmiðlum að hún væri ósátt við þá niðurstöðu. Það sé ekki rétt, hún sé hæstánægð.

Þótt Færeyjar hafi sjálfstjórn fara Danir með dóms- og lögreglumál. Framhaldið ræðst því hjá hæstarétti í Danmörku. Þar verður farið yfir málið og ákveðið hvort því verði áfrýjað. Það er ekki á hendi saksóknara að ákveða það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×