Körfubolti

Jason Williams leggur skóna á hilluna

Jason Williams með meistarabikarinn árið 2006
Jason Williams með meistarabikarinn árið 2006 NordicPhotos/GettyImages

Leikstjórnandinn Jason Williams sem gekk í raðir LA Clippers í NBA deildinni í sumar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 10 ár í deildinni.

Williams lék áður með Memphis og Sacramento, en lauk ferlinum hjá Miami þar sem hann varð NBA meistari árið 2006 með Shaquille O´Neal og Dwyane Wade.

Williams fékk fljótlega gælunafnið "Hvíta Súkkulaðið" fyrir tilburði sína á vellinum, en hann var einstaklega skrautlegur leikmaður framan af ferlinum og því í miklu uppáhaldi hjá áhorfendum fyrir listir sínar með boltann.

Hann skoraði rúm 11 stig og gaf rúmar 6 stoðsendingar að meðaltali í leik á 10 árum í deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×