Erlent

Bretar smíða tvö flugmóðurskip

Óli Tynes skrifar
Tölvumynd af öðru nýju flugmóðurskipanna.
Tölvumynd af öðru nýju flugmóðurskipanna.

Breska ríkistjórnin mun á næstunni undirrita samning um smíði tveggja flugmóðurskipa.

Skipin verða 65 þúsund tonn og þarmeð stærstu skip sem nokkrusinni hafa siglt fyrir breska flotann.

Flotinn hefur nú á að skipa þrem flugmóðurskipum sem öll eru margfallt minni. Hið stærsta þeirra er 20 þúsund tonn. Og hið elsta var sjósett árið 1977.

Elsta skipið er eiginlega haft til vara í dag. Bretar ætluðu reyndar að selja það fyrir margt löngu.

En þeir lærðu í Falklandseyjastríðinu árið 1982 að þeim dugar ekki minna en þrjú skip til þess að geta haft tvö á sjó.

Nýju flugmóðurskipin munu hvert bera 36 F-35 orrustuþotur sem eru þær fullkomnustu sem Bandaríkjamenn eru með í smíðum. Hernaðarmáttur flugmóðurskipaflotans mun því margfaldast.

Fyrra skipið leysir landfestar árið 2014 og hið síðara 2016. Þau munu heita Queen Elizabeth og Prince of Wales.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×