Erlent

Börnin falla í Írak

Óli Tynes skrifar

Ótölulegur fjöldi barna hefur látið lífið í átökunum í Írak undanfarin ár. Þessi litla telpa slapp að vísu lifandi, en mikið sár eftir að vörpusprengjum var skotið á tvo staði í Sadr City á miðvikudagsmorgun.

Sjö manns létu lífið þar af þrjú börn. Litla telpan á myndinni var ein af 27 sem særðust.

Flest barnanna sem hafa fallið í Írak hafa látið lífið í sprengjuárásum á markaði og aðra fjölfarna staði í borgum og bæjum landsins.

Árásirnar eru gerðar með það fyrir augum að drepa sem allra flesta. Árásarmönnunum virðist standa alveg á sama um hvort það eru menn konur eða börn sem þeir tortíma eða limlesta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×