Allir lögðu hönd á plóginn 2. júlí 2008 00:01 Guðmundur Magnússon sagnfræðingur Í ritinu Ísland á 20. öld (Reykjavík 2004) segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur að frumkvæðið að þjóðarsáttinni svokölluðu árið 1990 hafi komið frá aðilum vinnumarkaðarins; verkalýðshreyfingu og atvinnurekendum: „Þeir gengu til samninga og lögðu að vanda fyrir ríkisstjórnina óskalista sinn. En ekki um neinn venjulegan félagsmálapakka, heldur víðtækar aðgerðir til að tryggja stöðugleikann í efnahagsmálum“, skrifar hann. Í bók minni Frá kreppu til þjóðarsáttar (Reykjavík 2004), sem er saga Vinnuveitendasambands Íslands frá 1938 til 1999, er farið nánar í saumana á aðdraganda og árangri þjóðarsáttarinnar. Þar er rakið hvernig þjóðarsáttin spratt annars vegar upp úr erfiðu efnahagsástandi veturinn 1989-1990, og hins vegar hvaða aðstæður höfðu skapast í samskiptum aðila vinnumarkaðarins og hagstjórn í landinu, sem gerðu hana mögulega. Þjóðarsáttin hefði ekki tekist án margvíslegra umbóta í efnahagsmálum á níunda áratugnum.Orðið þjóðarsátt kom síðarÞjóðarsátt 1990 Ásmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson, Einar Oddur Kristjánsson.Orðið „þjóðarsátt“ um kjarasamningana og samkomulagið við stjórnvöld í febrúar 1990 kom ekki frá aðilum vinnumarkaðarins og finnst hvergi á samningablöðunum. Eftir að formlegar viðræður voru hafnar um nýja kjarasamninga og samningahugmyndin var farin að kvisast út töluðu fjölmiðlar um „niðurfærslu“. Samheldni ASÍ og VSÍ við samningaborðið var kölluð „niðurfærslubandalagið“. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur VSÍ, talaði um „núll-lausn“ í grein í Morgunblaðinu mánuði áður en samningar voru undirritaðir. „Þjóðarsátt“ heyrðist fyrst að ráði um sumarið 1990 þegar tekist var á um það í tengslum við uppsögn samninga ríkisins við háskólamenn hvort allir launþegar ættu að sitja við sama borð. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn voru þá sakaðir um að brjóta gegn þjóðarsátt um sömu launaþróun allra stétta. Eftir það festist heitið í sessi. Forsendurnar lykilatriðiðÞjóðarsáttin var ekki fólgin í kjarasamningunum sem slíkum, heldur forsendum þeirra. Samningarnir fólu í sér að laun hækkuðu fimm sinnum á næstu tuttugu mánuðum, samtals um 5% árið 1990 og 4,5% árið 1991. Að auki skyldu sérstakar launabætur greiddar hinum lægst launuðu. Samningarnir voru ekki verðtryggðir. Í staðinn var sett á fót launanefnd tveggja fulltrúa hvors samningsaðila sem meta átti hvort þróun verðlags á tilgreindum tímabilum gæfi tilefni til launahækkana umfram samninga. Átti nefndin í mati sínu einnig að taka tillit til breytinga á viðskiptakjörum við útlönd. Þetta var nýmæli. Það var ekki nóg að verðlag hækkaði svo að laun lækkuðu. Það varð líka að taka tillit til þess hvernig fyrirtækjunum gengi að afla tekna á erlendum mörkuðum.En þetta var ekki nægilegt til að ná árangri í baráttu við verðbólguna, samdrátt í efnahagslífinu og atvinnuleysi sem aukist hafði umtalsvert. Það þurfti að taka á ýmsum öðrum veigamiklum þáttum í efnahagslífinu. Þegar aðilar vinnumarkaðarins höfðu undirritað kjarasamningana afhentu þeir ríkisstjórninni minnisblað í tíu liðum um forsendur samninganna. Þjóðarsáttin var fólgin í því að ríkisstjórnin féllst á að vinna í samræmi við þessar forsendur. Að efni og framsetningu var minnisblaðið eins og efnahagskafli í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, enda sögðu margir á þessum tíma að þungamiðja landsstjórnarinnar hefði færst frá Stjórnarráðinu og til aðila vinnumarkaðarins. Þarna voru beinlínis gefin fyrirmæli um ásættanleg viðskiptakjör og hagvöxt, gengi, vexti, verð á búvörum, verðlag opinberrar þjónustu, þróun neysluvísitölu og launaþróun hjá opinberum starfsmönnum. Einnig var ríkisstjórninni falið að leggja fram lagafrumvarp um lífeyrissjóði, samræma skattlagningu fyrirtækja því sem gerðist í nágrannalöndunum og skipa nefndir til að vinna úttektir á nokkrum félagslegum málefnum.Himnasending fyrir ríkisstjórninaRíkisstjórnin sem þá sat undir forsæti Steingríms Hermannssonar var samsteypustjórn fjögurra flokka: Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Borgaraflokksins. Hún hafði ekki styrk til að taka sjálfstætt á efnahagsvandanum, en fagnaði eðlilega frumkvæði aðila vinnumarkaðsins. Ef ekkert yrði að gert stefndu efnahagsmálin í algjört öngstræti. Fyrir ríkisstjórnina var þjóðarsáttin sem himnasending.Þjóðarsáttin tókst vegna þess að allir lögðu hönd á plóginn, vinnuveitendur og verkalýðshreyfing, ríkisstjórn og Alþingi, bændasamtök, viðskiptalífið og síðast en ekki síst almenningur með virku aðhaldi og eftirliti með framkvæmd loforðanna sem gefin voru. Jafnvægið í efnahagsmálum á tíunda áratugnum er afleiðing þjóðarsáttarinnar og þess skilnings á lögmálum efnahagslífsins sem þá tókst samstaða um. Undir smásjánni Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í ritinu Ísland á 20. öld (Reykjavík 2004) segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur að frumkvæðið að þjóðarsáttinni svokölluðu árið 1990 hafi komið frá aðilum vinnumarkaðarins; verkalýðshreyfingu og atvinnurekendum: „Þeir gengu til samninga og lögðu að vanda fyrir ríkisstjórnina óskalista sinn. En ekki um neinn venjulegan félagsmálapakka, heldur víðtækar aðgerðir til að tryggja stöðugleikann í efnahagsmálum“, skrifar hann. Í bók minni Frá kreppu til þjóðarsáttar (Reykjavík 2004), sem er saga Vinnuveitendasambands Íslands frá 1938 til 1999, er farið nánar í saumana á aðdraganda og árangri þjóðarsáttarinnar. Þar er rakið hvernig þjóðarsáttin spratt annars vegar upp úr erfiðu efnahagsástandi veturinn 1989-1990, og hins vegar hvaða aðstæður höfðu skapast í samskiptum aðila vinnumarkaðarins og hagstjórn í landinu, sem gerðu hana mögulega. Þjóðarsáttin hefði ekki tekist án margvíslegra umbóta í efnahagsmálum á níunda áratugnum.Orðið þjóðarsátt kom síðarÞjóðarsátt 1990 Ásmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson, Einar Oddur Kristjánsson.Orðið „þjóðarsátt“ um kjarasamningana og samkomulagið við stjórnvöld í febrúar 1990 kom ekki frá aðilum vinnumarkaðarins og finnst hvergi á samningablöðunum. Eftir að formlegar viðræður voru hafnar um nýja kjarasamninga og samningahugmyndin var farin að kvisast út töluðu fjölmiðlar um „niðurfærslu“. Samheldni ASÍ og VSÍ við samningaborðið var kölluð „niðurfærslubandalagið“. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur VSÍ, talaði um „núll-lausn“ í grein í Morgunblaðinu mánuði áður en samningar voru undirritaðir. „Þjóðarsátt“ heyrðist fyrst að ráði um sumarið 1990 þegar tekist var á um það í tengslum við uppsögn samninga ríkisins við háskólamenn hvort allir launþegar ættu að sitja við sama borð. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn voru þá sakaðir um að brjóta gegn þjóðarsátt um sömu launaþróun allra stétta. Eftir það festist heitið í sessi. Forsendurnar lykilatriðiðÞjóðarsáttin var ekki fólgin í kjarasamningunum sem slíkum, heldur forsendum þeirra. Samningarnir fólu í sér að laun hækkuðu fimm sinnum á næstu tuttugu mánuðum, samtals um 5% árið 1990 og 4,5% árið 1991. Að auki skyldu sérstakar launabætur greiddar hinum lægst launuðu. Samningarnir voru ekki verðtryggðir. Í staðinn var sett á fót launanefnd tveggja fulltrúa hvors samningsaðila sem meta átti hvort þróun verðlags á tilgreindum tímabilum gæfi tilefni til launahækkana umfram samninga. Átti nefndin í mati sínu einnig að taka tillit til breytinga á viðskiptakjörum við útlönd. Þetta var nýmæli. Það var ekki nóg að verðlag hækkaði svo að laun lækkuðu. Það varð líka að taka tillit til þess hvernig fyrirtækjunum gengi að afla tekna á erlendum mörkuðum.En þetta var ekki nægilegt til að ná árangri í baráttu við verðbólguna, samdrátt í efnahagslífinu og atvinnuleysi sem aukist hafði umtalsvert. Það þurfti að taka á ýmsum öðrum veigamiklum þáttum í efnahagslífinu. Þegar aðilar vinnumarkaðarins höfðu undirritað kjarasamningana afhentu þeir ríkisstjórninni minnisblað í tíu liðum um forsendur samninganna. Þjóðarsáttin var fólgin í því að ríkisstjórnin féllst á að vinna í samræmi við þessar forsendur. Að efni og framsetningu var minnisblaðið eins og efnahagskafli í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, enda sögðu margir á þessum tíma að þungamiðja landsstjórnarinnar hefði færst frá Stjórnarráðinu og til aðila vinnumarkaðarins. Þarna voru beinlínis gefin fyrirmæli um ásættanleg viðskiptakjör og hagvöxt, gengi, vexti, verð á búvörum, verðlag opinberrar þjónustu, þróun neysluvísitölu og launaþróun hjá opinberum starfsmönnum. Einnig var ríkisstjórninni falið að leggja fram lagafrumvarp um lífeyrissjóði, samræma skattlagningu fyrirtækja því sem gerðist í nágrannalöndunum og skipa nefndir til að vinna úttektir á nokkrum félagslegum málefnum.Himnasending fyrir ríkisstjórninaRíkisstjórnin sem þá sat undir forsæti Steingríms Hermannssonar var samsteypustjórn fjögurra flokka: Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Borgaraflokksins. Hún hafði ekki styrk til að taka sjálfstætt á efnahagsvandanum, en fagnaði eðlilega frumkvæði aðila vinnumarkaðsins. Ef ekkert yrði að gert stefndu efnahagsmálin í algjört öngstræti. Fyrir ríkisstjórnina var þjóðarsáttin sem himnasending.Þjóðarsáttin tókst vegna þess að allir lögðu hönd á plóginn, vinnuveitendur og verkalýðshreyfing, ríkisstjórn og Alþingi, bændasamtök, viðskiptalífið og síðast en ekki síst almenningur með virku aðhaldi og eftirliti með framkvæmd loforðanna sem gefin voru. Jafnvægið í efnahagsmálum á tíunda áratugnum er afleiðing þjóðarsáttarinnar og þess skilnings á lögmálum efnahagslífsins sem þá tókst samstaða um.
Undir smásjánni Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira