Erlent

Fjöldadráp á kengúrum

Óli Tynes skrifar
Kengúrustofninn telur um 50 milljónir dýra.
Kengúrustofninn telur um 50 milljónir dýra.

Dýravinum í Ástralíu tókst ekki að koma í veg fyrir að 400 kengúrur væru drepnar í herstöð í grennd við höfuðborgina Canberra í dag.

Um 600 kengúrur voru í kringum herstöðina. Yfirvöld segja að svæðið hafi ekki nóg beitarþol. Kengúrurnar myndu allar svelta í hel ef stofninn yrði ekki grisjaður.

Um fjórar milljónir villtra kengúra eru skotnar á hverju ári í Ástralíu, til þess að halda stofninum í skefjum. Hann telur nú um fimmtíu milljónir dýra.

Dýravinir höfðu meðal annars leitað til Sir Pauls McCartney um fjárstyrk til að berjast gegn drápunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×