Erlent

Ísraelar flöttu út sýrlenskan kjarnaofn

Óli Tynes skrifar

Sýrlendingar hafa sakað Bandaríkjamenn um að hafa átt þátt í loftárás sem ísraelskar flugvélar gerðu á kjarnaofn í austurhluta landsins. Bandaríkjamenn segja að Norður-Kórea hafi aðstoðað Sýrlendinga við að smíða hann.

Mikil leynd hvíldi yfir árásinni og Ísraelar sjálfir hafa ekki gefið neinar upplýsingar um hana. Á loftmyndum sem bandaríska leyniþjónustan sendi frá sér má sjá að ísraelar hafa gersamlega flatt út bygginguna sem kjarnaofninn var í.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísraelar gera árás til þess að hindra andstæðinga sína í að kjarnorkuvæðast. Árið 1981 flugu ísraelskar orrustuþotur þúsund kílómetra leið inn í Írak og lögðu í rúst Osirak kjarnorkuverið sem Írakar voru að smíða með aðstoð Frakka.

Sú árás var harðlega fordæmd á sínum tíma. Árið 1991 þegar bandalag þjóða réðst til atlögu til þess að hrekja Íraka frá Kúveit höfðu margir skipt um skoðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×