Sport

Bolt keppir í 100 og 200 metra hlaupi á ÓL

NordcPhotos/GettyImages

Í dag var staðfest að heimsmethafinn Usain Bolt frá Jamaíku keppi í bæði 100 og 200 metra hlaupi á ÓL í Peking. Bolt setti heimsmet í 100 metra hlaupi í New York í júní þegar hann hljóp vegalengdina á 9,72 sekúndum.

Mikil spenna ríkir fyrir 100 metra hlaupinu í Peking þar sem Bolt mun etja kappi við landa sinn Asafa Powell og Bandaríkjamanninn Tyson Gay, sem er ríkjandi heimsmeistari í greininni.

Bolt vann til silfurverðlauna í 200 metra hlaupinu á HM.




Tengdar fréttir

Bolt bætti heimsmeitið í 100 m hlaupi

Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku bætti í dag heimsmetið í 100 metra hlaupi um tvo hundraðshluta úr sekúndu er hann hljóp á 9,72 sekúndum í New York í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×