Fótbolti

Ferguson er bjartsýnn

NordcPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson er bjartsýnn á að hans menn í Manchester United klári verkefnið með sóma í kvöld þegar þeir taka á móti Roma í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford.

United hefur 2-0 forystu eftir fyrri leikinn í Róm og mæta Barcelona eða Schalke í undanúrslitum ef það klárar verkefnið í kvöld.

"Evrópuleikirnir eru af öðrum toga en deildarleikirnir heima og því er erfitt að meta hvar maður stendur. Það er ekki hægt að segja til um hvar maður stendur fyrr en maður er kominn í úrslitaleikinn," sagði Ferguson en hans menn máttu sætta sig við 2-2 jafntefli við Middlesbrough í síðasta deildarleik.

"Við erum með annan fótinn í undanúrslitunum en ekkert er öruggt í fótboltanum. Það er ekki hægt að taka neinum leik sem gefnum. Við munum ekki breyta út af vananum þegar við mætum Roma og ég vona að við náum að spila okkar leik í kvöld," sagði Ferguson.

Leikir United-Roma og Barcelona-Schalke hefjast klukkan 18:45 í kvöld og eru sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×