Erlent

Frakkar sitja um sjóræningja

Óli Tynes skrifar

Franskt herskip fylgist enn með litlu farþegaskipi sem sjóræningjar hertóku á Aden flóa á föstudag.

Skipið sem er franskt er nú komið til hafnar í Norður-Sómalíu. Engir farþegar voru um borð en hinsvegar þrjátíu manna áhöfn sem er haldið í gíslingu.

Talið er að sjóræningjarnir séu tíu talsins og þeir eru vel vopnum búnir. Talsmaður franska utanríkisráðuneytisins sagði í dag að þeir væru tilbúnir til þess að leysa málið með friðsamlegum hætti.

Enganvegin er þó ólíklegt að þeir sendi sérsveitarmenn sína til þess að leysa málið með sínum hætti.

Sjórán eru tíð á þessum slóðum og voru vel á þriðja tuginn á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×