NBA í nótt: Denver gefur ekkert eftir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2008 09:03 Allen Iverson og Carmelo Anthony fögnuðu sigri í nótt. Nordic Photos / Getty Images Denver vann í nótt góðan sigur á Phoenix á sama tíma og Golden State tapaði fyrir San Antonio. Fyrir vikið er Denver sem stendur í áttunda sæti í Vesturdeildinni en Golden State í því níunda. Spennan er einnig mikil á toppi deildarinnar þar sem New Orleans og San Antonio eru með besta árangurinn. Bæði lið unnu sína leiki í nótt. Denver og Phoenix áttust við einnig í fyrrinótt og þá vann Phoenix. En í nótt var það Denver sem fagnaði sigri enda það lítið eftir af tímabilinu að tap hefði þýtt að liðið væri í slæmum málum fyrir baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. Í fyrrinótt komst Denver í 22 stiga forystu í fyrri hálfleik en tapaði svo á endanum með fimmtán stiga mun. Í nótt var ekkert slíkt upp á teningnum. Denver náði átta stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og var með forystuna lengst af. Þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka komst Phoenix yfir, 113-112, en Carmelo Anthony náði tveimur fráköstum og skoraði úr tveimur vítaköstum á síðustu 27 sekúndum leiksins. Það dugði til að tryggja sigur, 126-120. Allen Iverson var stigahæsti leikmaður Denver með 31 stig en Anthony skoraði alls 25 stig. Hjá Phoenix var Leandro Barbosa stigahæstur með 27 stig en Amare Stoudemire skoraði 25 stig. Steve Nash var með sautján stig og átján stoðsendingar. San Antonio vann Golden State, 116-92, en þetta var áttundi sigur liðsins í röð. Tony Parker var með 26 stig og Tim Duncan var með sautján stig og tólf fráköst. Golden State hefur reyndar ekki unnið San Antonio í þeim tuttugu viðureignum liðanna síðan að San Antonio fékk Tim Duncan árið 1997. Baron Davis var stigahæstur leikmanna Golden State með nítján stig og Monta Ellis var með fjórtán. New Orleans vann Orlando, 98-97, í æsispennandi leik. Peja Stojakovic setti niður þrist og þrjú vítaköst á síðustu mínútunni og tryggði þar með sínum mönnum sigur. New Orleans er enn í toppsæti Vesturdeildarinnar með örlítið betra sigurhlutfall en San Antonio. Chris Paul skoraði nítján stig fyrir New Orleans og gaf tólf stoðsendingar. Morris Peterson bætti við nítján stigum og David West átján. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með 26 stig, sjö stoðsendingar og fimm fráköst. New Jersey tapaði fyrir Philadelphia, 108-99, og féll þar með niður í tíunda sæti Austurdeildarinnar. Staðan er því orðin ansi góð fyrir Atlanta sem hefur reynt að verja áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni undanfarna daga og vikur. Andre Miller var með 24 stig og Andre Iguodala sautján fyrir Philadelphia. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir New Jersey. Indiana er nú í níunda sæti Austurdeildarinnar, þremur leikjum á eftir Atlanta. Chicago er í ellefta sæti og þarf á kraftaverki að halda til að komast í úrslitakeppnina upp úr þessu. Boston vann Chicago, 106-92, þar sem Ray Allen skoraði 22 stig og Kevin Garnett 20. Tyrus Thomas skoraði 24 stig fyrir Chicago sem á átta leiki eftir af tímabilinu. Sacramento vann Houston, 99-98. Tracy McGrady hefði getað tryggt sínum mönnum í Houston sigurinn með skoti á síðustu sekúndu leiksins en skotið geigaði. Þetta þýðir að Houston er farið að dragast nokkuð aftur úr í baráttunni um heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en liðið er þó ekki nema tveimur og hálfum leikjum á eftir toppliðunum. Ron Artest skoraði 30 stig fyrir Sacramento og Kevin Martin 27. McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston. Detroit vann Minnesota, 94-90, þrátt fyrir að hafa hvílt Chauncey Billups, Rasheed Wallace og Richard Hamilton. Rodney Stuckey bætti persónulegt met í leiknum og skoraði 27 stig fyrir Detroit. Minnesota komst reyndar 21 stigi yfir í leiknum en Detroit reyndist sterkara á lokasprettinum. Al Jefferson skoraði 26 stig í leiknum fyrir Minnesota. Milwaukee vann New York, 119-115, í framlengdum leik. Michael Redd skoraði 36 stig fyrir Milwaukee og Quentin Richardson 22 fyrir New York. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
Denver vann í nótt góðan sigur á Phoenix á sama tíma og Golden State tapaði fyrir San Antonio. Fyrir vikið er Denver sem stendur í áttunda sæti í Vesturdeildinni en Golden State í því níunda. Spennan er einnig mikil á toppi deildarinnar þar sem New Orleans og San Antonio eru með besta árangurinn. Bæði lið unnu sína leiki í nótt. Denver og Phoenix áttust við einnig í fyrrinótt og þá vann Phoenix. En í nótt var það Denver sem fagnaði sigri enda það lítið eftir af tímabilinu að tap hefði þýtt að liðið væri í slæmum málum fyrir baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. Í fyrrinótt komst Denver í 22 stiga forystu í fyrri hálfleik en tapaði svo á endanum með fimmtán stiga mun. Í nótt var ekkert slíkt upp á teningnum. Denver náði átta stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og var með forystuna lengst af. Þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka komst Phoenix yfir, 113-112, en Carmelo Anthony náði tveimur fráköstum og skoraði úr tveimur vítaköstum á síðustu 27 sekúndum leiksins. Það dugði til að tryggja sigur, 126-120. Allen Iverson var stigahæsti leikmaður Denver með 31 stig en Anthony skoraði alls 25 stig. Hjá Phoenix var Leandro Barbosa stigahæstur með 27 stig en Amare Stoudemire skoraði 25 stig. Steve Nash var með sautján stig og átján stoðsendingar. San Antonio vann Golden State, 116-92, en þetta var áttundi sigur liðsins í röð. Tony Parker var með 26 stig og Tim Duncan var með sautján stig og tólf fráköst. Golden State hefur reyndar ekki unnið San Antonio í þeim tuttugu viðureignum liðanna síðan að San Antonio fékk Tim Duncan árið 1997. Baron Davis var stigahæstur leikmanna Golden State með nítján stig og Monta Ellis var með fjórtán. New Orleans vann Orlando, 98-97, í æsispennandi leik. Peja Stojakovic setti niður þrist og þrjú vítaköst á síðustu mínútunni og tryggði þar með sínum mönnum sigur. New Orleans er enn í toppsæti Vesturdeildarinnar með örlítið betra sigurhlutfall en San Antonio. Chris Paul skoraði nítján stig fyrir New Orleans og gaf tólf stoðsendingar. Morris Peterson bætti við nítján stigum og David West átján. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með 26 stig, sjö stoðsendingar og fimm fráköst. New Jersey tapaði fyrir Philadelphia, 108-99, og féll þar með niður í tíunda sæti Austurdeildarinnar. Staðan er því orðin ansi góð fyrir Atlanta sem hefur reynt að verja áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni undanfarna daga og vikur. Andre Miller var með 24 stig og Andre Iguodala sautján fyrir Philadelphia. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir New Jersey. Indiana er nú í níunda sæti Austurdeildarinnar, þremur leikjum á eftir Atlanta. Chicago er í ellefta sæti og þarf á kraftaverki að halda til að komast í úrslitakeppnina upp úr þessu. Boston vann Chicago, 106-92, þar sem Ray Allen skoraði 22 stig og Kevin Garnett 20. Tyrus Thomas skoraði 24 stig fyrir Chicago sem á átta leiki eftir af tímabilinu. Sacramento vann Houston, 99-98. Tracy McGrady hefði getað tryggt sínum mönnum í Houston sigurinn með skoti á síðustu sekúndu leiksins en skotið geigaði. Þetta þýðir að Houston er farið að dragast nokkuð aftur úr í baráttunni um heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en liðið er þó ekki nema tveimur og hálfum leikjum á eftir toppliðunum. Ron Artest skoraði 30 stig fyrir Sacramento og Kevin Martin 27. McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston. Detroit vann Minnesota, 94-90, þrátt fyrir að hafa hvílt Chauncey Billups, Rasheed Wallace og Richard Hamilton. Rodney Stuckey bætti persónulegt met í leiknum og skoraði 27 stig fyrir Detroit. Minnesota komst reyndar 21 stigi yfir í leiknum en Detroit reyndist sterkara á lokasprettinum. Al Jefferson skoraði 26 stig í leiknum fyrir Minnesota. Milwaukee vann New York, 119-115, í framlengdum leik. Michael Redd skoraði 36 stig fyrir Milwaukee og Quentin Richardson 22 fyrir New York. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira