Körfubolti

Chamberlain á frímerki?

Chamberlain fagnar 100 stigunum árið 1962
Chamberlain fagnar 100 stigunum árið 1962 AP

Svo gæti farið að körfuboltagoðsögnin Wilt Chamberlain yrði þess heiðurs aðnjótandi í framtíðinni að fá andlit sitt prentað á frímerki í Bandaríkjunum.

Chamberlain, sem lést árið 1999, er eini maðurinn sem hefur náð að skora 100 stig í einum leik í NBA deildinni og er almennt álitinn einn besti leikmaður allra tíma.

Hann skoraði 100 stig fyrir Philadelphia gegn New York þann 2. mars árið 1962, en það er met sem líklega verður aldrei slegið í NBA deildinni.

Það var íþróttafréttamaðurinn Donald Hunt á Philadelphia Tribune sem var upphafsmaður herferðarinnar um að koma Chamberlain á frímerki, en ef af því verður, kæmist Chamberlain í hóp íþróttagoðsagna eins og Jackie Robinson, Babe Ruth, Joe Louis og Jesse Owens sem hafa orðið þessa heiðurs aðnjótandi.

Chamberlain lék í NBA á árunum 1959 til 1973 þar sem hann lék með Philadelphia og síðar LA Lakers.

Hann skoraði 31,419 stig á ferlinum sem var met þangað til Kareem Abdul-Jabbar sló það árið 1984. Hann á líka metið yfir flest fráköst, 23,924 yfir ferilinn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×