Erlent

Betancourt gæti fengið frelsi

Guðjón Helgason skrifar

Kólumbíumenn hafa boðist til að láta skæruliða lausa úr fangelsi í skiptum fyrir forsetaframbjóðandann Ingrid Betancourt. Hún hefur verið í gíslingu hjá FARC skæruliðum í frumskógum Kólumbíu í 6 ár.

Betancourt er fransk-kólumbísk og var í framboði til forseta Kólumbíu þegar henni og aðstoðarkonu hennar, Clöru Rojas, var rænt í febrúar 2002. Þær voru þá á kosningaferðalagi um landið.

Rojas og 9 aðrir gíslar voru látnar lausar í janúar fyrir milligöngu Hugo Chavez, forseta Venesúela. Ekkert varð af frekari viðræðum þegar stjórnvöld í Kólumbíu gerður loftárásir á bækistöðvar FARC skæruliða í Ekvador án þess að ráðfæra sig við ráðamenn Quito. Ekvadorar og Venesúelamenn urðu æfareiðir en sættir tókust áður en til átaka kom.

Betancourt er ekki heilsuhraut eins og myndir af henni frá skæruliðum hafa sýnt. Hún er sögð þjást af lifrarbólgu b og húðsjúkdómi.

Alþjóðasamfélagið hefur krafist þess að Betancourt - sem og aðrir gíslar - verði þegar látnir lausir. Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, skrifaði í gærkvöldi undir fyrirmæli um að hundrað FARC skæruliðar skyldu látnir lausir gegn því að Betancourt og öðrum verði sleppt.

FARC liðar hafa enn ekki svarað tilboðinu. Juan Carlos Lecompte, eiginmaður Betancourt, óttast að eitthvað farið úrskeiðis. Hann segist ekki vita hvað það geti orðið en hann hafi áhyggur.

Talið er að FARC skæruliðar séu með yfir 40 gísla í haldi í frumskógum Kólumbíu og hafa sumir þeirra verið fangar þeirra í rúm 20 ár. FARC skæruliðahreyfingin aðhyllist marxíska hugmyndafræði og er samtökunum enn stjórnað af þeim sem stofnaði þau árið 1964.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×