NBA í nótt: Detroit stöðvaði Phoenix 25. mars 2008 03:34 Shaquille O´Neal og Rasheed Wallace slógu á létta strengi í nótt NordcPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Detroit stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Phoenix og Philadelphia skaust í sjötta sæti Austurdeildarinnar með góðum útisigri á Boston. Detroit hafði verið í nokkrum vandræðum áður en liðið tók á móti Phoenix í nótt en náði að vinna sigur 110-105 sigur í framlengdum leik þrátt fyrir að vera án Richard Hamilton sem var meiddur. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix í leiknum en Chauncey Billups skoraði 9 af 32 stigum sínum í framlengingunni fyrir Detroit. Philadelphia hefur komið nokkuð á óvart að undanförnu og vann í nótt mjög óvæntan sigur á Boston á útivelli 95-90 með góðum endaspretti í fjórða leikhlutanum. Philadelphia náði 19-0 spretti í fjórða leikhlutanum og tryggði sér 18. sigur sinn í síðustu 23 leikjum. Andre Iguodala skoraði 28 stig fyrir gestina en Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Miami vann sjaldgæfan sigur þegar það lagði Milwaukee á heimavelli 78-73. Chris Quinn kom inn í byrjunarlið Miami í leiknum og setti persónulegt met með 24 stigum. Michael Redd skoraði 24 stig fyrir Milwaukee. Þetta var í annað sinn á innan við viku sem Miami vinnur Milwaukee og er það eina liðið sem Miami hefur unnið oftar en einu sinni í vetur. Miami hefur aðeins unni 13 leiki allt tímabilið. New Jersey vann auðveldan útisigur á grönnum sínum í New York 106-91 en þetta var þó aðeins fyrsti sigur New Jersey í rimmum liðanna í vetur. Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Jamal Crawford 26 fyrir New York. New Jersey hefur aðeins unnið 30 af 71 leikjum sínum í vetur en er samt hársbreidd frá því að ná inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Denver vann þriðja útisigur sinn í röð eftir sex útitöp í röð þar á undan þegar liðið lagði Memphis 120-106. JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 27 stig af bekknum en Rudy Gay skoraði 30 fyrir Memphis. Denver er í hörkubaráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni. Houston lagði Sacramento á heimavelli 108-100 og færði þjálfaranum Rick Adelman þar með 800. sigur sinn á ferlinum. Hann er aðeins 13. þjálfarinn í sögu NBA til að ná 800 sigrum á ferlinum. Rafer Alston skoraði 28 stig fyrir Houston í leiknum en Kevin Martin skoraði 18 stig fyrir Sacramento. Seattle vann nokkuð óvæntan sigur Portland 97-84. Kevin Durant skoraði 23 stig fyrir Seattle en Martell Webster skoraði 22 stig fyrir Portland. Loks vann LA Lakers mikilvægan sigur á Golden State á útivelli í æsispennandi framlengdum leik 123-119. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Lamar Odom skoraði 23 stig og hirti 21 frákast. Baron Davis skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Golden State, Stephen Jackson skoraði 29 stig, Al Harrington skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Monta Ellis skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust og unnu þau sinn hvorn leikinn á útivelli. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA bloggið á Vísi NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Detroit stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Phoenix og Philadelphia skaust í sjötta sæti Austurdeildarinnar með góðum útisigri á Boston. Detroit hafði verið í nokkrum vandræðum áður en liðið tók á móti Phoenix í nótt en náði að vinna sigur 110-105 sigur í framlengdum leik þrátt fyrir að vera án Richard Hamilton sem var meiddur. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix í leiknum en Chauncey Billups skoraði 9 af 32 stigum sínum í framlengingunni fyrir Detroit. Philadelphia hefur komið nokkuð á óvart að undanförnu og vann í nótt mjög óvæntan sigur á Boston á útivelli 95-90 með góðum endaspretti í fjórða leikhlutanum. Philadelphia náði 19-0 spretti í fjórða leikhlutanum og tryggði sér 18. sigur sinn í síðustu 23 leikjum. Andre Iguodala skoraði 28 stig fyrir gestina en Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Miami vann sjaldgæfan sigur þegar það lagði Milwaukee á heimavelli 78-73. Chris Quinn kom inn í byrjunarlið Miami í leiknum og setti persónulegt met með 24 stigum. Michael Redd skoraði 24 stig fyrir Milwaukee. Þetta var í annað sinn á innan við viku sem Miami vinnur Milwaukee og er það eina liðið sem Miami hefur unnið oftar en einu sinni í vetur. Miami hefur aðeins unni 13 leiki allt tímabilið. New Jersey vann auðveldan útisigur á grönnum sínum í New York 106-91 en þetta var þó aðeins fyrsti sigur New Jersey í rimmum liðanna í vetur. Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Jamal Crawford 26 fyrir New York. New Jersey hefur aðeins unnið 30 af 71 leikjum sínum í vetur en er samt hársbreidd frá því að ná inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Denver vann þriðja útisigur sinn í röð eftir sex útitöp í röð þar á undan þegar liðið lagði Memphis 120-106. JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 27 stig af bekknum en Rudy Gay skoraði 30 fyrir Memphis. Denver er í hörkubaráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni. Houston lagði Sacramento á heimavelli 108-100 og færði þjálfaranum Rick Adelman þar með 800. sigur sinn á ferlinum. Hann er aðeins 13. þjálfarinn í sögu NBA til að ná 800 sigrum á ferlinum. Rafer Alston skoraði 28 stig fyrir Houston í leiknum en Kevin Martin skoraði 18 stig fyrir Sacramento. Seattle vann nokkuð óvæntan sigur Portland 97-84. Kevin Durant skoraði 23 stig fyrir Seattle en Martell Webster skoraði 22 stig fyrir Portland. Loks vann LA Lakers mikilvægan sigur á Golden State á útivelli í æsispennandi framlengdum leik 123-119. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Lamar Odom skoraði 23 stig og hirti 21 frákast. Baron Davis skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Golden State, Stephen Jackson skoraði 29 stig, Al Harrington skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Monta Ellis skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust og unnu þau sinn hvorn leikinn á útivelli. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira