Sport

Þrettán ára Evrópumeistari

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tom Daley.
Tom Daley.

Tom Daley, þrettán ára breskur strákur, er Evrópumeistari í dýfingum af 10 metra palli. Hann sýndi verulega góð tilþrif í fyrstu umferðunum og þó hann hafi ekki gert jafn góða hluti undir lokin þá dugði það til sigurs.

Daley er frá Plymouth á Englandi og var hann að vonum í skýjunum með árangur sinn. Hann mun keppa á Ólympíuleikunum í sumar og verður næst yngsti Breti til að gera það í sögunni.

Cecile Colledge á metið en hún var 11 ára og 73 daga gömul þegar hún keppti á skautum á Vetrar-Ólympíuleikanum árið 1932.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×