Sport

Jakob Jóhann stutt frá Íslandsmetinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson sundkappi.
Jakob Jóhann Sveinsson sundkappi.

Jakob Jóhann Sveinsson var aðeins fimm hundraðshlutum úr sekúndu frá því að bæta eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í Eindhoven í morgun.

Hann synti á 28,74 sekúndum í morgun og hefði þurft að synda fjórðungi úr sekúndu betur til að komast í undanúrslit. Hann varð í 20.-22. sæti í keppninni.

Þar með hafa Íslendingar lokið keppni í dag en allir verða þeir í eldlínunni á morgun fyrir utan Jakob Jóhann. Örn Arnarson keppir í 50 m skriðsundi, Ragnheiður Ragnarsdóttir í sömu grein og Sigrún Brá Sverrisdóttir í 200 m flugsundi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×