Óeirðir vegna Tíbets breiðast út Óli Tynes skrifar 16. mars 2008 19:15 Tíbet naut í raun sjálfstæðis í marga áratugi þartil árið 1950 að Kínverjar sendu þangað her til að taka völdin. Árið 1959 gerðu Tíbetar uppreisn sem var barin niður með mikilli hörku. Það var sú uppreisn sem munkar voru að minnast síðastliðinn mánudag. Kínverjar brugðust aftur við af hörku og það leiddi til öldu mótmæla sem enn sér ekki fyrir endann á. Tíbetska útlagastjórnin í Indlandi segir að áttatíu manns hafi fallið í átökunum við kínversk stjórnvöld undanfarna daga og eru þeir þá ekki taldir með sem sagðir eru hafa fallið í dag. Lögreglan neitar því raunar að nokkur hafi verið skotinn til bana. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr. Í Kína sjálfu brutust hinsvegar út óeirðir. Lögreglan segir aðTíbetar hafi kastað bensínsprengjum og brennt niður lögreglustöð í Aba héraði sem á landamæri að Tíbet. Hermenn hafa verið sendir til þess að standa vörð um opinberar byggingar. Tíbet er stórt land, um hvær og hálf milljón ferkílómetrar. Það er ættjörð um sex milljóna Tíbeta. Þeir hafa sína eigin menningu sem er mjög ólík hinni kínversku. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets vill láta rannsaka hvort þar er verið að framja menningarlegt þjóðarmorð með því að flytja þangað Kínverja í stórum stíl til þess að kæfa tíbetsku þjóðina. Margir frægir listamenn hafa tekið Tíbet upp á sína arma. Meðal þeirra er leikarinn Richard Gere, sem er góðvinur Dalais Lama. Björk Guðmundsdóttir olli líka talsverðu uppnámi í Kína þegar hún á dögunum tileinkaði Tíbet lag sitt Declare Independence. Erlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Tíbet naut í raun sjálfstæðis í marga áratugi þartil árið 1950 að Kínverjar sendu þangað her til að taka völdin. Árið 1959 gerðu Tíbetar uppreisn sem var barin niður með mikilli hörku. Það var sú uppreisn sem munkar voru að minnast síðastliðinn mánudag. Kínverjar brugðust aftur við af hörku og það leiddi til öldu mótmæla sem enn sér ekki fyrir endann á. Tíbetska útlagastjórnin í Indlandi segir að áttatíu manns hafi fallið í átökunum við kínversk stjórnvöld undanfarna daga og eru þeir þá ekki taldir með sem sagðir eru hafa fallið í dag. Lögreglan neitar því raunar að nokkur hafi verið skotinn til bana. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr. Í Kína sjálfu brutust hinsvegar út óeirðir. Lögreglan segir aðTíbetar hafi kastað bensínsprengjum og brennt niður lögreglustöð í Aba héraði sem á landamæri að Tíbet. Hermenn hafa verið sendir til þess að standa vörð um opinberar byggingar. Tíbet er stórt land, um hvær og hálf milljón ferkílómetrar. Það er ættjörð um sex milljóna Tíbeta. Þeir hafa sína eigin menningu sem er mjög ólík hinni kínversku. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets vill láta rannsaka hvort þar er verið að framja menningarlegt þjóðarmorð með því að flytja þangað Kínverja í stórum stíl til þess að kæfa tíbetsku þjóðina. Margir frægir listamenn hafa tekið Tíbet upp á sína arma. Meðal þeirra er leikarinn Richard Gere, sem er góðvinur Dalais Lama. Björk Guðmundsdóttir olli líka talsverðu uppnámi í Kína þegar hún á dögunum tileinkaði Tíbet lag sitt Declare Independence.
Erlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira