Erlent

Fjörutíu ár frá fjöldamorðunum í My Lai

Óli Tynes skrifar
Lawrence Colburn ásamt einum Vietnamanum sem hann bjargaði fyrir 40 árum.
Lawrence Colburn ásamt einum Vietnamanum sem hann bjargaði fyrir 40 árum.

Yfir 500 óvopnaðir íbúar í My Lai voru myrtir þann 16 mars árið 1968. Menn konur og börn. Líklega hefðu allir þorpsbúarnir verið myrtir ef bandarísk könnunarþyrla hefði ekki flogið þar yfir. Þriggja manna áhöfnuin sá hvað var að gerast.

Áhöfnin lenti þyrlunni á milli bandarísku hermannanna og þorspbúa. Skyttur hennar beindu vélbyssum að hermönnunum meðan flugstjórinn fór og ræddi við þá og fékk þá til að hætta drápunum.

Herflokkurinn hélt á burt frá þorpinu og þriggja manna áhöfn þyrlunnar fór að skoða líkin til þess að gá hvort einhver væri á lífi.

Lawrence Colburn, önnur vélbyssuskytta þyrlunnar var viðstaddur minningarathöfnina í My Lai. Hann fékk mörg hlý faðmlög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×