21 sigur í röð hjá Houston 15. mars 2008 07:15 Dikembe Mutombo og Tracy McGrady ganga hér glaðir af velli eftir 21. sigur Houston í röð í nótt. NordcPhotos/GettyImages Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar. Houston var nokkuð lengi í gang gegn Charlotte í nótt en síðari hálfleikurinn var eign heimamanna sem höfðu 89-80 sigur - þann 21. í röð. Tracy McGrady skoraði 30 stig fyrir Houston en Jason Richardson 28 fyrir Charlotte. Með sigrinum fór Houston upp fyrir lið Milwaukee frá árinu 1971 (20 sigrar í röð) og situr nú eitt í öðru sæti yfir flesta sigra í röð í sögu NBA. Aðeins ofurlið LA Lakers frá árinu 1972 hefur unnið fleiri leiki í röð - 33 talsins. Houston komst með sigrinum upp að hlið LA Lakers í toppsætið í Vesturdeildinni. Meiðsli hjá Hornets og Lakers Á sama tíma tapaði LA Lakers fyrir New Orleans á útivelli þar sem spútniklið heimamanna vann nokkuð öruggan 108-98 sigur. Lakers liðið varð fyrir áfalli strax í byrjun þegar Spánverjinn Pau Gasol sneri sig á ökkla og kom ekki meira við sögu í leiknum. Chris Paul fór enn og aftur hamförum í liði New Orleans og skoraði 27 stig og gaf 17 stoðsendingar, en Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers. Paul var reyndar farinn að haltra vegna ökklameiðsla seint í leiknum og sömu sögu var að segja um stjörnuleikmanninn David West hjá New Orleans - hann fór einnig af velli meiddur á ökkla. Sigurganga Boston stöðvuð í garðinum Boston mátti þola stærsta tap sitt á leiktíðinni þegar liðið lá óvænt heima gegn Utah Jazz 110-92 eftir að hafa unnið tíu leiki í röð. Kevin Garnett var stigahæstur í slöku liði Boston með 15 stig en Ray Allen þurfti að fara af velli snemma meiddur á ökkla. Deron Williams var allt í öllu hjá Utah og skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta og gaf 8 stoðsendingar. Bowen rauf 500 leikja rispu sína San Antonio tapaði fjórða leiknum sínum í röð á útivelli þegar það lá 84-80 í Detroit í hörkuleik. San Antonio lék án framherjans Bruce Bowen sem tók út leikbann, en hann hafði spilað 500 leiki í röð í deildinni í byrjunarliði án þess að missa úr leik - sem var lengsta rispan í deildinni. Tayshaun Prince hjá Detroit spilaði sinn 338. leik í röð án þess að missa úr leik og á nú lengstu rispu þeirrar tegundar í deildinni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 20 stig og 10 fráköst, en Rip Hamilton var stigahæstur í liði heimamanna með 25 stig. Iverson heitur þrátt fyrir meiðsli Atlanta burstaði LA Clippers 117-93 þar sem Joe Johnson skoraði 21 af 28 stigum sínum í þriðja leikhluta. Orlando er nú hársbreidd frá því að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni eftir 103-94 sigur á Miami. Jameer Nelson skoraði 21 stig fyrir Orlando en Jason Williams var með 34 stig fyrir Miami. Philadelphia vann góðan útisigur á Chicago 110-106 þar sem Philadelphia var á kafla 18 stigum undir. Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Luol Deng skoraði 21 fyrir Chicago. Denver burstaði Toronto á heimavelli 137-105. Allen Iverson spilaði meiddur en var í miklu stuði og skoraði 28 stig á 32 mínútum og Carmelo Anthony skoraði 22 stig. Anthony Parker skoraði 19 stig fyrir Toronto. Loks vann Minnesota góðan útisigur á Seattle 121-116 í uppgjöri tveggja slökustu liðanna í deildinni. Ryan Gomes skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota en Kevin Durant skoraði 24 fyrir Seattle. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar. Houston var nokkuð lengi í gang gegn Charlotte í nótt en síðari hálfleikurinn var eign heimamanna sem höfðu 89-80 sigur - þann 21. í röð. Tracy McGrady skoraði 30 stig fyrir Houston en Jason Richardson 28 fyrir Charlotte. Með sigrinum fór Houston upp fyrir lið Milwaukee frá árinu 1971 (20 sigrar í röð) og situr nú eitt í öðru sæti yfir flesta sigra í röð í sögu NBA. Aðeins ofurlið LA Lakers frá árinu 1972 hefur unnið fleiri leiki í röð - 33 talsins. Houston komst með sigrinum upp að hlið LA Lakers í toppsætið í Vesturdeildinni. Meiðsli hjá Hornets og Lakers Á sama tíma tapaði LA Lakers fyrir New Orleans á útivelli þar sem spútniklið heimamanna vann nokkuð öruggan 108-98 sigur. Lakers liðið varð fyrir áfalli strax í byrjun þegar Spánverjinn Pau Gasol sneri sig á ökkla og kom ekki meira við sögu í leiknum. Chris Paul fór enn og aftur hamförum í liði New Orleans og skoraði 27 stig og gaf 17 stoðsendingar, en Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers. Paul var reyndar farinn að haltra vegna ökklameiðsla seint í leiknum og sömu sögu var að segja um stjörnuleikmanninn David West hjá New Orleans - hann fór einnig af velli meiddur á ökkla. Sigurganga Boston stöðvuð í garðinum Boston mátti þola stærsta tap sitt á leiktíðinni þegar liðið lá óvænt heima gegn Utah Jazz 110-92 eftir að hafa unnið tíu leiki í röð. Kevin Garnett var stigahæstur í slöku liði Boston með 15 stig en Ray Allen þurfti að fara af velli snemma meiddur á ökkla. Deron Williams var allt í öllu hjá Utah og skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta og gaf 8 stoðsendingar. Bowen rauf 500 leikja rispu sína San Antonio tapaði fjórða leiknum sínum í röð á útivelli þegar það lá 84-80 í Detroit í hörkuleik. San Antonio lék án framherjans Bruce Bowen sem tók út leikbann, en hann hafði spilað 500 leiki í röð í deildinni í byrjunarliði án þess að missa úr leik - sem var lengsta rispan í deildinni. Tayshaun Prince hjá Detroit spilaði sinn 338. leik í röð án þess að missa úr leik og á nú lengstu rispu þeirrar tegundar í deildinni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 20 stig og 10 fráköst, en Rip Hamilton var stigahæstur í liði heimamanna með 25 stig. Iverson heitur þrátt fyrir meiðsli Atlanta burstaði LA Clippers 117-93 þar sem Joe Johnson skoraði 21 af 28 stigum sínum í þriðja leikhluta. Orlando er nú hársbreidd frá því að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni eftir 103-94 sigur á Miami. Jameer Nelson skoraði 21 stig fyrir Orlando en Jason Williams var með 34 stig fyrir Miami. Philadelphia vann góðan útisigur á Chicago 110-106 þar sem Philadelphia var á kafla 18 stigum undir. Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Luol Deng skoraði 21 fyrir Chicago. Denver burstaði Toronto á heimavelli 137-105. Allen Iverson spilaði meiddur en var í miklu stuði og skoraði 28 stig á 32 mínútum og Carmelo Anthony skoraði 22 stig. Anthony Parker skoraði 19 stig fyrir Toronto. Loks vann Minnesota góðan útisigur á Seattle 121-116 í uppgjöri tveggja slökustu liðanna í deildinni. Ryan Gomes skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota en Kevin Durant skoraði 24 fyrir Seattle. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira