Fótbolti

Arsenal og Liverpool mætast í Meistaradeildinni

Rafa Benitez og Arsene Wenger
Rafa Benitez og Arsene Wenger NordcPhotos/GettyImages

Nú klukkan tólf var dregið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Ensku liðin Arsenal og Liverpool drógust saman í næstu umferð.

Það verður sannkallaður enskur risaslagur í 8-liða úrslitunum þar sem Arsenal og Liverpool eigast við. Roma fær tækifæri til að ná fram hefndum gegn Manchester United síðan liðið var niðurlægt í keppninni í fyrra.

Stuðningsmenn Chelsea og Barcelona eru vafalítið sáttir við andstæðinga sína í 8-liða úrslitunum en þó eru Schalke og Fenerbahce sýnd veiði en ekki gefin.

Ljóst er að komið gætu til fleiri ensk einvígi í undanúrslitunum, því ef Chelsea ber sigurorð af Fenerbahce mætir liðið annað hvort Arsenal eða Liverpool í undanúrslitunum.

8-liða úrslitin líta svona út:

Arsenal - Liverpool

Roma - Man Utd

Schalke - Barcelona

Fenerbahce - Chelsea

Fyrri leikirnir í undanúrslitunum fara fram dagana 1. og 2. apríl og síðari leikirnir 8. og 9. apríl.

Undanúrslitin líta því þannig út:

Arsenal/Liverpool - Fenerbahce/Chelsea

Schalke/Barcelona - AS Roma/Man Utd

Fyrri leikirnir í undanúrslitunum fara fram dagana 22. og 23 apríl og síðari leikirnir 29. og 30. apríl.

Úrslitaleikurinn fer fram í Moskvu þann 21. maí í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×