Fótbolti

Bolton úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson í baráttu í leiknum í kvöld.
Heiðar Helguson í baráttu í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Öll ensku liðin eru úr leik í UEFA-bikarkeppninni eftir að Bolton tapaði fyrir Sporting Lissabon á útivelli í kvöld, 1-0.

Bolton dugði ekki markalaust jafntefli í kvöld þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli í heimavelli.

Heiðar Helguson var í byrjunarliði Bolton en var skipt af velli á 76. mínútu.

Það var Bruno Pereirinha sem skoraði mark Sporting á 85. mínútu.

Glasgow Rangers er nú eina breska liðið sem er eftir í keppninni en liðið tapaði 1-0 fyrir Werder Bremen í kvöld.

Rangers vann fyrri leikinn, 2-0, á heimavelli og samanlagt, 2-1.

Það var Diego sem skoraði mark Werder Bremen á 58. mínútu en Allan McGregor, markvörður Rangers, átti stórleik í kvöld.



Þessi lið eru komin áfram í fjórðungsúrslit UEFA-bikarkeppninnar:


Zenit St. Pétursborg

Bayer Leverkusen

Bayern München

Fiorentina

PSV Eindhoven

Getafe

Werder Bremen

Sporting Lissabon



Fleiri fréttir

Sjá meira


×