Fótbolti

Börsungar halda í vonina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Iniesta í leiknum í gær.
Iniesta í leiknum í gær.

Andres Iniesta, leikmaður Barcelona, segist enn hafa trú á því að liðið geti orðið Spánarmeistari. Börsungar töpuðu í gær fyrir Villareal 2-1 og eru nú átta stigum á eftir toppliði Real Madrid.

„Það er enn nægur tími til að breyta hlutum. Þetta tap var þó mikið áfall sem við reiknuðum ekki með. En deildin er ekki töpuð og ég vona að við náum að snúa þessu á réttan veg," sagði Iniesta.

Marcos Senna kom Villareal yfir í leiknum en Xavi jafnaði í seinni hálfleik. John Dahl Tomasson skoraði síðan sigurmark Villareal.

„Við lékum virkilega illa í þessum leik," sagði Joan Laporta, forseti Barcelona. Lítil stemning var meðal áhorfenda en Laporta kennir því ekki um tapið.

„Leikmennirnir verða að sjá um að skapa stemningu í stúkunni. Þeir geta ekki komið sökinni á stuðningsmennina. Nú eru líkurnar á því að við vinnum deildina ekki miklar en við gefumst ekki upp. Meðan möguleikinn er tölfræðilegur þá höldum við í vonina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×