Körfubolti

NBA í nótt: Houston á sigurbraut

Elvar Geir Magnússon skrifar
Houston heldur áfram að bæta félagsmet sitt en liðið vann átjánda leik sinn í röð í nótt.
Houston heldur áfram að bæta félagsmet sitt en liðið vann átjánda leik sinn í röð í nótt.

Houston vann New Orleans 106-96 í NBA-deildinni í nótt. Þetta var átjándi sigurleikur Hosuston í röð. Tracy McGrady var stigahæstur í liðinu með 41 stig. Alls voru tíu leikir í NBA-deildinni í nótt.

Minnesota vann LA Clippers í miklum spennuleik 99-96 en stigahæstur í sigurliðinu var Al Jefferson sem skoraði 30 stig. Corey Maggette skoraði 29 stig fyrir Los Angeles.

Utah vann Denver 132-105 en Mehmet Okur var með 27 stig fyrir Utah. Stigahæstur í liði Denver var Allen Iverson með 28 stig. Dallas vann New Jersey 111-91 þar sem Dirk Nowitzki var með 34 stig fyrir Dallas.

Boston vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið lagði Memphis að velli 119-89 á útivelli. Ray Allen skoraði 23 stig í leiknum. New York tapaði sínum sjötta leik í röð þegar liðið lá á heimavelli fyrir Portland 114-120. Nate Robinson skoraði 45 stig fyrir New York en stigahæstur í liði Portland var Brandon Roy með 27 stig.

Charlotte vann Washington 100-97 á útivelli. Jason Richardson skoraði 34 stig fyrir Charlotte. Golden State vann góðan útisigur á Orlando 104-94 þar sem Baron Davis var stigahæstur með 33 stig.

Atlanta vann Miami 97-94 þar sem Joe Johnson fór mikinn og skoraði 39 stig fyrir heimamenn. Þá vann Cleveland 103-95 sigur á Indiana. Lebron James var með 39 stig fyrir Cleveland

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×