KR heldur öðru sætinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2008 17:47 Valsarinn Signý Hermannsdóttir í leik gegn KR. Mynd/Valli Þó svo að Grindavík hafi unnið KR í dag voru það KR-ingar sem gátu leyft sér að fagna í lokin þar sem úrslit leiksins þýddu að KR myndi halda heimavallarréttinum í úrslitakeppninni sem er framundan. Síðustu tveir leikirnir í deildakappni Iceland Express-deild kvenna fóru fram í dag þar sem Grindavík og KR mættust í hreinum úrslitaleik um annað sæti deildarinnar og þar með heimavallarréttinn þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grindavík var tveimur stigum á eftir KR og þurfti að vinna með sextán stiga mun til að taka annað sætið af KR. Það munaði litlu að það tækist en það gekk mikið á lokamínútur leiksins. Grindavík náði að koma sér í fimmtán stiga forystu en á endanum náði KR að minnka aftur muninn og á endanum vann Grindavík með tólf stiga mun, 80-68. KR byrjaði þó betur í leiknum og var með sjö stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og fjögurra stiga forystu í hálfleik, 36-32. Heimamenn voru betri í seinni hálfleik en náðu ekki að vinna nægilega stóran sigur. Stigahæst hjá Grindavík var Tiffany Roberson með 40 stig en hún tók fjórtán fráköst þar að auki. Joanna Skiba skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Hjá KR var Candace Futrell stigahæst með 32 stig og hún tók þrettán fráköst í leiknum. Hildur Sigurðardóttir skoraði fimmtán stig og tók ellefu fráköst og Sigrún Ámundadóttir skoraði fjórtán stig og tók fimmtán fráköst. Leikurinn í dag var gríðarlega mikilvægur því það er líklegt að heimavallarrétturinn muni fleyta KR langt. Liðið hefur unnið alla leiki sína gegn Grindavík á heimavelli en tapað öllum sínum leikjum í Grindavík á tímabilinu. Keflavík mætir KR í hinum viðureigninni í úrslitakeppninni en í hinum leik dagsins vann Valur sigur á botnliði Fjölnis, 81-59. Staðan var jöfn í hálfleik, 40-40, en Valur tók svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik. Molly Peterman skoraði 37 stig fyrir Val og Signý Hermannsdóttir fimmtán stig auk þess sem hún tók tíu fráköst, varði átta skot og gaf sex stoðsendingar. Slavica Dimovska skoraði 28 stig fyrir Fjölni og Birna Eiríksdóttir tíu. Valur endaði í fimmta sæti deildrainnar með 20 stig, Hamar í því sjötta með tólf stig og Fjölnir varð í neðsta sæti með tvö stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Þó svo að Grindavík hafi unnið KR í dag voru það KR-ingar sem gátu leyft sér að fagna í lokin þar sem úrslit leiksins þýddu að KR myndi halda heimavallarréttinum í úrslitakeppninni sem er framundan. Síðustu tveir leikirnir í deildakappni Iceland Express-deild kvenna fóru fram í dag þar sem Grindavík og KR mættust í hreinum úrslitaleik um annað sæti deildarinnar og þar með heimavallarréttinn þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grindavík var tveimur stigum á eftir KR og þurfti að vinna með sextán stiga mun til að taka annað sætið af KR. Það munaði litlu að það tækist en það gekk mikið á lokamínútur leiksins. Grindavík náði að koma sér í fimmtán stiga forystu en á endanum náði KR að minnka aftur muninn og á endanum vann Grindavík með tólf stiga mun, 80-68. KR byrjaði þó betur í leiknum og var með sjö stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og fjögurra stiga forystu í hálfleik, 36-32. Heimamenn voru betri í seinni hálfleik en náðu ekki að vinna nægilega stóran sigur. Stigahæst hjá Grindavík var Tiffany Roberson með 40 stig en hún tók fjórtán fráköst þar að auki. Joanna Skiba skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Hjá KR var Candace Futrell stigahæst með 32 stig og hún tók þrettán fráköst í leiknum. Hildur Sigurðardóttir skoraði fimmtán stig og tók ellefu fráköst og Sigrún Ámundadóttir skoraði fjórtán stig og tók fimmtán fráköst. Leikurinn í dag var gríðarlega mikilvægur því það er líklegt að heimavallarrétturinn muni fleyta KR langt. Liðið hefur unnið alla leiki sína gegn Grindavík á heimavelli en tapað öllum sínum leikjum í Grindavík á tímabilinu. Keflavík mætir KR í hinum viðureigninni í úrslitakeppninni en í hinum leik dagsins vann Valur sigur á botnliði Fjölnis, 81-59. Staðan var jöfn í hálfleik, 40-40, en Valur tók svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik. Molly Peterman skoraði 37 stig fyrir Val og Signý Hermannsdóttir fimmtán stig auk þess sem hún tók tíu fráköst, varði átta skot og gaf sex stoðsendingar. Slavica Dimovska skoraði 28 stig fyrir Fjölni og Birna Eiríksdóttir tíu. Valur endaði í fimmta sæti deildrainnar með 20 stig, Hamar í því sjötta með tólf stig og Fjölnir varð í neðsta sæti með tvö stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli