Fótbolti

Ólætin í Madríd til rannsóknar hjá Uefa

Nordic Photos / Getty Images

Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú til meðferðar ólætin sem urðu eftir leik Atletico Madrid og Bolton þann 21. febrúar sl. 17 af stuðningsmönnum enska liðsins voru handteknir en enskir vilja meina að þeir hafi ekkert gert af sér.

Menn frá lögreglunni í Manchester voru staddir á leiknum í Madrid og þeir settu nafn sitt undir skýrslu sem send var til Uefa til varnar ensku stuðningsmönnunum.

"Lögreglan beið eftir okkur með kylfur og smalaði fólkinu í burtu með harðri hendi. Þeir létu höggin dynja á nokkrum okkar. Þetta var hræðilegt. Ég hef oft farið til Spánar en þangað fer ég aldrei aftur eftir þetta," sagði einn stuðningsmanna Bolton sem ferðaðist á leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×