Körfubolti

Kobe Bryant: Ég vildi aldrei fara

Betri tíð - Kobe Bryant hefur tekið gleði sína á ný
Betri tíð - Kobe Bryant hefur tekið gleði sína á ný Nordic Photos / Getty Images

Kobe Bryant hefur lýst því yfir að hann sé feginn að aldrei varð neitt úr því að hann færi frá LA Lakers eins og hann hótaði í sumar. Eftir að hafa verið miðlungslið undanfarin ár er Lakers-liðið nú orðið eitt það besta í NBA deildinni.

Lakers hefur verið á mikilli sigurgöngu undanfarið og það er ekki síst fyrir tilkomu Spánverjans Pau Gasol sem hefur styrkt liðið gríðarlega síðan hann kom til liðsins frá Memphis. Þá á Lakers liðið inni miðherjann Andrew Bynum sem hefur verið frá keppni síðustu vikur og ljóst er að ekkert lið vill mæta þeim gulu í úrslitakeppninni í vor.

Kobe Bryant fór fram á að verða skipt frá Lakers í sumar þegar honum þótti sýnt að Lakers-liðið yrði ekki meira en byssufóður fyrir bestu liðin í Vesturdeildinni.

"Ég var víst búinn að kaupa húsið hans Michael Jordan í Chicago og ég veit ekki hvað og hvað," sagði Bryant hlæjandi þegar hann var spurðu út í það hvort hann hefði í raun og veru viljað fara frá Lakers.

"Þetta fór allt vel. Ég vildi aldrei fara en á þeim tíma var erfitt að sjá fyrir sér bjarta framtíð. Ég er mjög feginn að ég fór ekki og þetta fór allt vel. Allir hlutir hafa sinn tilgang," sagði Bryant.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×