Körfubolti

Skoruðu 5 stig í 1. leikhluta en unnu samt

San Antono setti félagsmet með aðeins 5 stigum í fyrsta leikhluta, en það kom ekki að sök
San Antono setti félagsmet með aðeins 5 stigum í fyrsta leikhluta, en það kom ekki að sök Nordic Photos / Getty Images

Meistarar San Antonio Spurs voru ansi lengi í gang í leik sínum við Atlanta á heimavelli í nótt og settu félagsmet ðeins 5 stig í fyrsta leikhlutanum. Það kom þó ekki að sök því heimamenn unnu sigur 89-74.

"Við getum ekki spilað lélegri körfubolta en þetta, ég huggaði mig við það," sagði Tony Parker hjá San ANtonio sem skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst, en hjá Atlanta var Joe Johnson stigahæstur með 17 stig. Kurt Thomas spilaði sinn fyrsta leik fyrir San Antonio í nótt og hirti 9 fráköst á aðeins 13 mínútum.

Toronto vann nauman útisigur á Indiana 102-98 þar sem Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Kanadamennina en Danny Granger skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana og Marquis Daniels var sömuleiðis með 20 stig.

Dallas lagði Chicago á heimavelli 102-94 þar sem Dirk Nowitzki skoraðai 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir heimamenn og Jason Kidd spilaði sinn fyrsta heimaleik fyrir Dallas í rúm 11 ár. Ben Gordon skoraði 25 stig fyrir Chicago.

Detroit hélt áfram sigurgöngu sinni í vestrinu með 98-93 sigri á Denver á útivelli. Það var sem fyrr jafn og stöðugur leikur sem tryggði Detroit sigurinn en þeir Tayshaun Prince, Rip Hamilton og Chauncey Billups skoruðu allir 20 stig. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony var með 23 stig og 11 fráköst, en vítanýting Denver var léleg undir lokin og það varð liðinu dýrt.

Washington vann nokkuð óvæntan útisigur á New Orleans 95-92 þar sem Deshawn Stevenson tryggði Washington sigur með þriggja stiga körfu í blálokin. Chris Paul skoraði 22 stig fyrir New Orleans en Stevenson var með 33 stig hjá Washington.

Loks vann Boston auðveldan útisigur á LA Clippers 104-76. Paul Pierce og James Posey skoruðu 17 stig fyrir Boston og Ray Allen 15 en Tim Thomas var atkvæðamestur í meiðslum hrjáðu liði Clippers með 15 stig og 9 fráköst.

Staðan í NBA

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×