Körfubolti

NBA í nótt: Miami tapaði enn einu sinni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Manu Ginobili.
Manu Ginobili.

Philadelphia sá til þess í nótt að Miami tapaði ellefta leik sínum í röð í NBA deildinni. Philadelphia vann 101-96 eftir framlengdan leik á útivelli.

Andre Iguodala og Andre Miller voru með 24 stig hvor fyrir sigurliðið en hjá heimamönnum skoraði Dwyane Wayde 33 stig.

San Antonio vann New Orleans 98-89 í stórleik þar sem hinn argentínski Manu Ginobili skoraði 30 stig fyrir San Antonio. Stigahæstur New Orleans var Chris Paul með 27 stig.

Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir Washington sem vann Charlotte 110-95 og Michael Redd átti stórleik fyrir New Jersey og skoraði 42 stig þegar liðið vann Danver 115-109.

New Jersey vann Indiana 102-91 en Richard Jefferson var stigahæstur í New Jersy með 36 stig. Josh Smith skoraði 30 stig fyrir Atlanta í nótt en það dugði þó ekki til. Utah vann Atlanta 100-94. Stigahæstur í liði Utah var Carlos Boozer með 21 stig.

Þá vann Los Angeles Lakers sinn sjöunda sigur í röð þegar liðið lagði LA Clippers á útivelli 113-95. Pau Gasol skoraði 23 stig fyrir LA Lakers og hjá Clippers var Corey Maggette með sama stigafjölda.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×