Þorbergur talaði ekki fyrir hönd stjórnar HSÍ 22. febrúar 2008 18:37 Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ MYND/Pjetur Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, segir að ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í þættinum Utan Vallar á Sýn í gærkvöldi hafi verið óheppileg, en tekur fram að hann hafi ekki verið að tala fyrir munn stjörnar HSÍ þegar hann skaut föstum skotum að Aron Kristjánssyni og Degi Sigurðssyni. Vísir náði tali af Guðmundi í kvöld þegar hann var nýkominn af fundi hjá stjórn HSÍ. Við spurðum hann fyrst út í ummæli Þorbergs þegar hann gagnrýndi Dag og Aron fyrir slæma viðskiptahætti í viðræðum sínum við HSÍ. "Þetta voru ekki mín orð og þetta var ekki talað fyrir hönd stjórnar HSÍ - alls ekki - og ég hef ekkert nema gott um þá (Dag og Aron) að segja. Ég skil þeirra afstöðu mjög vel, þeir voru báðir í krefjandi störfum sem þeir vildu ekki gefa frá sér. Ég get ekki tekið undir þetta sem Þorbergur sagði í gær," sagði Guðmundur. Við spurðum hann hvort um trúnaðarbrest væri að ræða í ljósi þess að Þorbergur tíundaði nokkuð atriði í samningaviðræðunum í þættinum í gær. "Þetta var hlutur sem við fórum yfir á fundinum í dag og vil kannski ekki tjá mig mikið um það. Það er ljóst að þarna var farið djúpt ofan í samningaferilinn, án þess þó að farið væri beint ofan í samningana sjálfa og það var mjög óheppilegt og það var ekki gert fyrir hönd stjórnar. Það eru bara þrír menn sem hafa heimild til að fara í þessar viðræður og semja. Það eru þeir þrír sem hafa heimild til að fjalla um þetta. Það eru formaður, framkvæmdastjórinn og formaður landsliðsnefndar, þannig að þetta var mjög óheppilegt," sagði Guðmundur. Þorbergur sagði að kandídatarnir sem HSÍ hefðu rætt við hefðu einfaldlega ekki þorað að taka verkefnið að sér. Við spurðum Guðmund hvort hann væri á sömu skoðun. "Nei, það geri ég ekki - langur vegur frá. Eins og ég sagði áðan, voru þessir menn í krefjandi störfum og standa við þá samninga sem þeir gerðu þar. Mér finnst það virðingarvert." En er Guðmundur búinn að ræða við Þorberg eftir yfirlýsingar hans í gær? "Þorbergur er auðvitað í stjórninni og var á þessum fundi í dag. Ég vona að þetta mál dragi ekki frekari dilk á eftir sér en þegar er orðið. Við ræddum þetta mál og þetta er hreinskiptin stjórn. Þetta var rætt hreint út. Svona mál verða kannski ekki gerð upp á einum fundi en við fórum langt með það," sagði Guðmundur. Við spurðum hann hvort menn væru tilbúnir að gleyma þessari uppákomu, eða hvort hreinlega kæmi til greina að setja Þorberg af á einhvern hátt. "Menn auðvitað gleyma þessu ekki, en stjórnin hefur ekkert með það að gera hverjir sitja í stjórn. Hún er kosin saman af æðra valdi, þinginu. Við höfum ekki neina heimild til að breyta því. Ég treysti mér til að starfa með Þorbergi áfram. Honum var greinilega heitt í hamsi í gær og hann sagði meira en hann átti að segja og mátti segja, en Þorbergur er auðvitað gamall keppnismaður," sagði Guðmundur og bætti við að hann ætti ekki von á að þessi uppákoma yrði til að skemma fyrir HSÍ í áframhaldandi ferli við ráðningu á landsliðsþjálfara. Að lokum spurðum við Guðmund fregna af þjálfaraleitinni. "Það er ekkert að frétta af því máli sem við getum gefið upp á þessari stundu. Við erum búnir að sjá á eftir þremur efnilegum mönnum en við finnum vonandi einhvern sem er jafngóður. Við horfum dálítið mikið til útlanda og það er ekki stór fjöldi manna sem hefur reynslu og eru hæfir í þetta verkefni og því erum við farnir að horfa dálítið út, þó séu vissulega einhverjir eftir á Íslandi," sagði Guðmundur. Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, segir að ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í þættinum Utan Vallar á Sýn í gærkvöldi hafi verið óheppileg, en tekur fram að hann hafi ekki verið að tala fyrir munn stjörnar HSÍ þegar hann skaut föstum skotum að Aron Kristjánssyni og Degi Sigurðssyni. Vísir náði tali af Guðmundi í kvöld þegar hann var nýkominn af fundi hjá stjórn HSÍ. Við spurðum hann fyrst út í ummæli Þorbergs þegar hann gagnrýndi Dag og Aron fyrir slæma viðskiptahætti í viðræðum sínum við HSÍ. "Þetta voru ekki mín orð og þetta var ekki talað fyrir hönd stjórnar HSÍ - alls ekki - og ég hef ekkert nema gott um þá (Dag og Aron) að segja. Ég skil þeirra afstöðu mjög vel, þeir voru báðir í krefjandi störfum sem þeir vildu ekki gefa frá sér. Ég get ekki tekið undir þetta sem Þorbergur sagði í gær," sagði Guðmundur. Við spurðum hann hvort um trúnaðarbrest væri að ræða í ljósi þess að Þorbergur tíundaði nokkuð atriði í samningaviðræðunum í þættinum í gær. "Þetta var hlutur sem við fórum yfir á fundinum í dag og vil kannski ekki tjá mig mikið um það. Það er ljóst að þarna var farið djúpt ofan í samningaferilinn, án þess þó að farið væri beint ofan í samningana sjálfa og það var mjög óheppilegt og það var ekki gert fyrir hönd stjórnar. Það eru bara þrír menn sem hafa heimild til að fara í þessar viðræður og semja. Það eru þeir þrír sem hafa heimild til að fjalla um þetta. Það eru formaður, framkvæmdastjórinn og formaður landsliðsnefndar, þannig að þetta var mjög óheppilegt," sagði Guðmundur. Þorbergur sagði að kandídatarnir sem HSÍ hefðu rætt við hefðu einfaldlega ekki þorað að taka verkefnið að sér. Við spurðum Guðmund hvort hann væri á sömu skoðun. "Nei, það geri ég ekki - langur vegur frá. Eins og ég sagði áðan, voru þessir menn í krefjandi störfum og standa við þá samninga sem þeir gerðu þar. Mér finnst það virðingarvert." En er Guðmundur búinn að ræða við Þorberg eftir yfirlýsingar hans í gær? "Þorbergur er auðvitað í stjórninni og var á þessum fundi í dag. Ég vona að þetta mál dragi ekki frekari dilk á eftir sér en þegar er orðið. Við ræddum þetta mál og þetta er hreinskiptin stjórn. Þetta var rætt hreint út. Svona mál verða kannski ekki gerð upp á einum fundi en við fórum langt með það," sagði Guðmundur. Við spurðum hann hvort menn væru tilbúnir að gleyma þessari uppákomu, eða hvort hreinlega kæmi til greina að setja Þorberg af á einhvern hátt. "Menn auðvitað gleyma þessu ekki, en stjórnin hefur ekkert með það að gera hverjir sitja í stjórn. Hún er kosin saman af æðra valdi, þinginu. Við höfum ekki neina heimild til að breyta því. Ég treysti mér til að starfa með Þorbergi áfram. Honum var greinilega heitt í hamsi í gær og hann sagði meira en hann átti að segja og mátti segja, en Þorbergur er auðvitað gamall keppnismaður," sagði Guðmundur og bætti við að hann ætti ekki von á að þessi uppákoma yrði til að skemma fyrir HSÍ í áframhaldandi ferli við ráðningu á landsliðsþjálfara. Að lokum spurðum við Guðmund fregna af þjálfaraleitinni. "Það er ekkert að frétta af því máli sem við getum gefið upp á þessari stundu. Við erum búnir að sjá á eftir þremur efnilegum mönnum en við finnum vonandi einhvern sem er jafngóður. Við horfum dálítið mikið til útlanda og það er ekki stór fjöldi manna sem hefur reynslu og eru hæfir í þetta verkefni og því erum við farnir að horfa dálítið út, þó séu vissulega einhverjir eftir á Íslandi," sagði Guðmundur.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti