Viðskipti innlent

Kostar 2,50 að slá eina krónu

Dýr er drottins krónan.
Dýr er drottins krónan.

Það kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum.

Að sögn Ingvars var hin eina sanna sanna íslenska króna síðast slegin í Bretlandi á síðasta ári og voru þá pöntuð tíu milljón stykki sem hafa kostað 25 milljónir. Aðspurður segir Ingvar að krónan sé úr nikkelhúðuðu stáli og að verð á nikkeli hafi hækkað mikið að undanförnu, sérstaklega vegna aukinnar eftirspurnar frá Kína.

Og þótt auðsýnt sé að það sé ekki rekstrarlega hagkvæmt að láta slá eina íslenska krónu þá hefur það ekki komið tals að leggja hana hreinlega niður. "Nei, það hefur aldrei verið rætt að mér vitandi," segir Ingvar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×