Erlent

Norðmenn verða enn ríkari

Óli Tynes skrifar
Borað eftir gasi.
Borað eftir gasi.

Norðmenn hafa fundið enn eina risastóra gaslind á landgrunni sínu. Gaslindin fannst vestur af Sognefjord, á milli tveggja annarra linda.

Ekki hefur verið upplýst hversu miklar gasbirgðirnar eru vestur af Sognefjord.

Dagens Næringsliv segist hinsvegar hafa heimildir fyrir því að þær séu margfalt meiri en en í gaslind sem nýlega fannst á svæði sem kallað er Marulk. Sú lind er talin hin fimmta stærsta sem fundist hefur á norska landgrunninu.

Norðmenn vita ekki aura sinna til nú þegar. Og þeir halda áfram að finna nýjar olíu- og gaslindir hraðar en þeir geta virkjað þær.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×