Fótbolti

Gerrard skoraði 500. Evrópumark Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard fagnar marki sínu í gær.
Steven Gerrard fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / Getty Images
Liverpool náði þeim merkilega áfanga í gær að skora sitt 500. mark í Evrópukeppnum en Steven Gerrard skoraði markið umrædda í 2-0 sigri liðsins á Inter.

Fyrsta markið skoraði Gordon Wallace í 5-0 sigri Liverpool á KR hér á landi þann 17. ágúst 1964. Sá leikur var í Evrópukeppni meistaraliða.

Steve Heighway skoraði 100. markið í sigurleik Liverpool gegn Dynamo Berlin frá Austur-Þýskalandi í UEFA-bikarkeppninni árið 1972.

Mark númer 200 skoraði Sammy Lee árið 1980 í 10-1 sigurleik á OPS frá Finnlandi í Evrópukeppni meistaraliða.

Ian Rush skoraði svo 300. markið er Liverpool vann Apollon Limassol frá Kýpur, 6-1, árið 1992 í Evrópukeppni bikarhafa.

Michael Owen skoraði 400. markið fyrir fimm árum síðan í 1-1 jafnteflisleik gegn Olimpija Ljubljana frá Slóveníu í UEFA-bikarkeppninni.

Liverpool hefur skorað mörkin 500 í 276 Evrópuleikjum en 156 þeirra hafa unnist og 60 tapast. Markatalan í þessum leikjum er 500-217.

Flest mörkin voru skoruð í Evrópukeppni meistaraliða eða 159 talsins. 122 mörk hafa verið skoruð í Meistaradeildinni, 116 í UEFA-bikarkeppninni, 57 í Evrópukeppni bikarhafa og 46 í Fairs Cup.

Liverpool tók einmitt fram úr Inter í leiknum í gær en síðarnefnda liðið hefur skorað 499 Evrópumörk. Liverpool er í áttunda sæti yfir flest skoruð mörk í Evrópukeppnunum en efst enskra liða.

Tíu efstu liðin:

Real Madrid 836 mörk

Barcelona 800

Juventus 637

Bayern München 627

Anderlecht 523

AC Milan 512

Benfica 503

Liverpool 500

Inter 499

Ajax 490



Fleiri fréttir

Sjá meira


×