Erlent

Sækir um pólitískt hæli

Guðjón Helgason skrifar

Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa.

Paul Ramses Oduor, einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa, er landflótta á Íslandi vegna mannskæðra átaka sem blossuðu upp eftir umdeildar forsetakosningar í Kenýa í desember. Hann segist vera á aftökulista stjórnvalda. Hann styður Raila Odinga, stjórnarandstöðuleiðtoga, sem hefur sakað Mwai Kibaki forseta um að hafa rænt kosningunum.

Paul valdi Íslands vegna tengsla í gegnum störf sín fyrir ABC barnahjálpina í Naíróbí. Hann hefur nú sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi.

Vegabréfsáritun Odour gildir fram á miðvikudag en hann segist hafa fengið þær upplýsingar að honum verði ekki vísað úr landi á meðan umsókn hans sé til meðferðar.

Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur reynt að miðla málum í Kenýa og sagði í gær að óháð nefnd ætti að fara yfir úrslit konsinganna. Leiðtogar heims tala um samsteypustjórn sem lausn á deilunni.

Oduor segir að til skemmri tíma gæti það dugað en en ekki til lengri tíma. Á árum áður hafi þingmenn verið myrtir og fólk framið morð án refsingar og ekkert gert. Auk þess yrði Kibaki enn við völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×