Tónninn í fólki utan Reykjavíkur 15. febrúar 2008 17:43 Feikileg viðbrögð við pistli mínum um Reykjavíkurflugvöll sem ég reit fyrr í dag. Þetta er tilfinningamál. Það kveður við harðan tón fólks utan borgarinnar (mér leiðist orðið landsbyggð - og ekki er það skárra að eiga að heita að búa úti á landi). Nema hvað. Hér kemur gott dæmi: "Þvílíkur dilettantismus hjá borgarfulltrúum. Er þetta fólkið sem á að taka af skarið um það hvort við á landsbyggðinni verðum að fljúga til Keflavíkur ef við skyldum eiga erindi til höfuðborgarinnar? En af hverju þurfum við svo oft að sækja suður? Því þar er öllu hlaðið niður. Jafnvel fyrir smávegis læknisskoðun þurfa menn að leggja land undir fót. Það er sko ekki útsynningurinn eða gay-parade, sem knýr okkur af stað. OK, mín vegna innanlandsflugið til Keflavíkur, en þá nokkur ráðuneyti, menntastofnanir og sjúkrahús út á land. Ójafnvægi í byggð landsins og neikvæðar afleiðingar þess virðast ekki einu sinni vera á dagskrá hjá pólitíkusum. Samt eru þau ófá Evrópulöndin, sem eru að súpa seyðið af slíkri þróun. Af eigin raun þekki ég ástandið í Grikklandi, en þar snýst allt, sko virkilega allt, um Aþenuborg. Allir vilja bú þar, kapitalið rennur þangað. Og afleiðingin? Sjón er sögu ríkari. Þessvegna, já einmitt þess vegna, er það “lífsnauðsynlegt” fyrir allt landið að álver rísi á Norðurlandi eystra, en ekki á Suðvesturhorninu." Svona er tónninn, til dæmis ... Þetta snýst auðvitað um það hvort Reykjavík á að heita höfuðborg með öllu tilheyrandi ... eða ekki ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Feikileg viðbrögð við pistli mínum um Reykjavíkurflugvöll sem ég reit fyrr í dag. Þetta er tilfinningamál. Það kveður við harðan tón fólks utan borgarinnar (mér leiðist orðið landsbyggð - og ekki er það skárra að eiga að heita að búa úti á landi). Nema hvað. Hér kemur gott dæmi: "Þvílíkur dilettantismus hjá borgarfulltrúum. Er þetta fólkið sem á að taka af skarið um það hvort við á landsbyggðinni verðum að fljúga til Keflavíkur ef við skyldum eiga erindi til höfuðborgarinnar? En af hverju þurfum við svo oft að sækja suður? Því þar er öllu hlaðið niður. Jafnvel fyrir smávegis læknisskoðun þurfa menn að leggja land undir fót. Það er sko ekki útsynningurinn eða gay-parade, sem knýr okkur af stað. OK, mín vegna innanlandsflugið til Keflavíkur, en þá nokkur ráðuneyti, menntastofnanir og sjúkrahús út á land. Ójafnvægi í byggð landsins og neikvæðar afleiðingar þess virðast ekki einu sinni vera á dagskrá hjá pólitíkusum. Samt eru þau ófá Evrópulöndin, sem eru að súpa seyðið af slíkri þróun. Af eigin raun þekki ég ástandið í Grikklandi, en þar snýst allt, sko virkilega allt, um Aþenuborg. Allir vilja bú þar, kapitalið rennur þangað. Og afleiðingin? Sjón er sögu ríkari. Þessvegna, já einmitt þess vegna, er það “lífsnauðsynlegt” fyrir allt landið að álver rísi á Norðurlandi eystra, en ekki á Suðvesturhorninu." Svona er tónninn, til dæmis ... Þetta snýst auðvitað um það hvort Reykjavík á að heita höfuðborg með öllu tilheyrandi ... eða ekki ... -SER.