Erlent

Ekkert bóluefni gegn HIV

Óli Tynes skrifar
David Baltimore, prófessor.
David Baltimore, prófessor.

Vísindamenn eru engu nær því að finna bóluefni fyrir HIV veiruna en þeir voru fyrir tuttugu árum.

David Baltimore prófessor er forseti vísindasamtakanna American Association for the Advancement of Science.

Hann segir að vísindamenn geri sér litlar vonir um að bóluefnið finnist í bráð. Baltimore fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1975.

Það á þó alls ekki að gefast upp "Árangursleysi okkar er kannski skiljanlegt, en það er ekk ásættanlegt", sagði prófessorinn í viðtali við BBC fréttastofuna.

Baltimore segir að HIV veiran hafi fundið leið til þess að verja sig fyrir ónæmiskerfi líkamans. Það væri gríðarlegt verkerfni fyrir vísindamenn að finna leiðir sem sjálfri náttúrunni hefði ekki tekist að skapa á milljóna ára þróunarferli sínu.

"Ég tel að veiran hafi fundið leið til þess að gabba algerlega ónæmiskerfi mannsins. Við verðum því að gera betur en náttúran sjálf."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×