Lífið

Putin keyrir gamla Lödu

Óli Tynes skrifar
Hinn stælti forseti Rússlands segist ekki vera ríkur.
Hinn stælti forseti Rússlands segist ekki vera ríkur.

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hlær að sögum um að hann sé vellauðugur.

Vestrænir fjölmiðlar höfðu á síðasta ári eftir fréttaskýrandanum Stanislav Belkovsky að Putin eigi hlutabréf í rússneskum olíufélögum sem hafi gert hann ríkan. Belkovski lagði ekki fram nein gögn máli sínu til stuðnings.

Á fundi með fréttamönnum í dag hló Putin góðlátlega þegar hann var spurður um þetta. "Ég er ríkur vegna þess að rússeska þjóðin hefur tvisvar kosið mig til þess að leiða þetta mikla land. Það eru mín mestu auðævi."

Á framtali sem hann skilaði til kjörstjórnar í október síðasliðnum taldi forsetinn upp eigur sínar. Meðal þeirra voru tveir gamlir rússneskir bílar, lítil íbúð í Sankti Pétursborg og 149 þúsund dollarar á bankareikningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.