Sport

Glæsilegur sigur karlalandsliðsins í Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Jóhannesson.
Helgi Jóhannesson. Mynd/E. Ól.

Íslenska karlalandsliðið í badminton lauk keppni á Evrópumeistaramóti landsliða í Hollandi með sæmd en liðið lagði Tyrkland, 3-2, í dag.

Ísland lenti reyndar 2-0 undir er þeir Magnús Ingi Helgason og Atli Jóhannesson töpuðu báðum sínum viðureignum í einliðaleik án þess að vinna lotu.

Tryggvi Nielsen náði hins vegar að hefna þeirra og vann Mustafa Yalvarici í spennandi viðureign, 2-1. Yalvarici vann fyrstu lotuna, 22-20, en Tryggvi þær tvær næstu, 21-13 og 21-18.

Þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi unnu svo fyrri viðureignina í tvíliðaleiknum, 2-1 (21-15, 17-21 og 21-9).

Atli og Tryggvi unnu svo öruggan 2-0 sigur í oddalotunni í síðari tvíliðaleiknum.

Ísland lenti því í þriðja sæti í G-riðli mótsins en Rússar og Spánverjar mætast í síðar í dag í hreinni úrslitaviðureign um sæti í fjórðungsúrslitum.

Kvennalandslið Íslands mætir Þýskalandi síðar í dag í hreinum úrslitaleik um sæti í fjórðungsúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×