Körfubolti

Keflavík hélt toppsætinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Keflavíkur og Vals í kvöld.
Úr leik Keflavíkur og Vals í kvöld. Víkurfréttir/Jón Björn

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þar sem Keflavík vann góðan sigur á Val, 93-84.

Valur byrjaði miklu betur í leiknum og komst snemma í sautján stiga forystu, 26-9. Staðan í hálfleik var svo 47-41, Val í vil.

Kesha Watson fór svo mikinn fyrir Keflavíkurliðið í seinni hálfleik sem náði forystunni strax í þriðja leikhluta. Valur náði aftur að minnka muninn í eitt stig í lokaleikhlutanum en Keflavík seig aftur fram úr á lokasprettinum.

Watson skoraði 38 stig í leiknum en stigahæst hjá Val var Molly Peterman með 34 stig.

Þá vann Grindavík sigur á Fjölni, 108-61, og Haukar unnu Hamar, 82-74. Grindavík er í öðru sæti deildarinnar með 30 stig og er tveimur stigum á eftir Keflavík.

KR er í þriðja sæti með 28 stig en á leik til góða. Haukar eru með 24 stig í fjórða sæti og Valur með sextán stig í fimmta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×