Erlent

Ísraelskur ráðherra blessar morðingja

Óli Tynes skrifar
Fimm milljónir dollara voru settar til höfuðs Imads Mughniye.
Fimm milljónir dollara voru settar til höfuðs Imads Mughniye.

Ísraelskur ráðherra hefur fagnað því að háttsettur foringi Hizbolla samtakanna í Sýrlandi var ráðinn af dögum með bílsprengju í dag.

Sprengjan sprakk í Kafar Soussa hverfinu í Damaskus og var blaðamönnum og ljósmyndurum haldið frá vettvangnum.

Gideon Ezra, umhverfisráðherra Ísraels sagði að hann vissi ekki hver hefði ráðið foringjann af dögum, en bað honum blessunar.

Maðurinn sem Hizbolla segir að hafi látist, Imad Mughniyeh, er talinn hafa staðið á bak fjölda mannrána á vestrænum borgurum í Líbanon á níunda áratugnum.

Hann hefur verið í felum í mörg ár og var á lista bæði Bandaríkjamanna og Ísraela yfir eftirlýsta menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×