Erlent

Grænlenskir þingmenn hraktir af danska þinginu?

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi.

Lars Emil Johansen þingmaður frá Grænlandi íhugar nú að draga fulltrúa Grænlands út úr danska þinginu. Þetta kemur fram í dagblaðinu Information.

Að sögn er ástæðan sú að ríkisstjórnin og Danski þjóðarflokkurinn hafi hótað efnahagslegum refsiaðgerðum ef grænlenskir þingmenn greiða atkvæði í danska þinginu. -Ég lagði til á landsfundi Siumut flokksins að opinberlega verði hætt að senda fulltrúa á danska þingið, og umræðan heldur áfram í flokknum segir Lars Emil Johansen.

Hugmyndir hans koma eftir að Danski þjóðarflokkurinn og flokkurinn Venstri viðruðu skoðanir sínar um setu fulltrúa Grænlands á danska þinginu.

Sú umræða kviknaði þegar útlit var fyrir að grænlensku atkvæðin réðu úrslitum um flóttamannafrumvarp sem Pia Christmas-Møller (áður íhaldsmaður en nú óháð) hafði mælt fyrir.

Samkvæmt dönsku stjórnarskránni eiga tveir af 179 fulltrúum á danska þinginu að vera frá Grænlandi og tveir frá Færeyjum. Information hefur ekki fengið viðbrögð frá Juliane Henningsen (IA) sem er hinn fulltrúi Grænlendinga á þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×