Viðskipti erlent

Afkoma Storebrand talsvert yfir væntingum

Höfuðstöðvar Storebrand í Ósló í Noregi.
Höfuðstöðvar Storebrand í Ósló í Noregi.

Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um 675,8 milljónir norskra króna, jafnvirði um 8,3 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 443,5 milljónir norskra króna á sama tíma í hitteðfyrra.

Kaupþing og Exista eiga tæp þrjátíu prósent í fjármálafyrirtækinu.

Þetta er talsvert yfir væntingum markaðsaðila sem reiknuðu með því að hagnaðurinn myndi dragast saman á milli ára og nema 361 milljón króna á tímabilinu, að sögn fréttastofu Reuters.

Almennur rekstur var yfir væntingum á sama tíma og afkoma fjárfestinga- og eignastýringahlutans drógust saman um 43 prósent á milli ára.

Storebrand keypti sænska líftryggingafélagið SPP af sænska bankanum Handelsbanken í desember síðastliðnum fyrir rúma fimmtán milljarða norskra króna.

Stjórn Storebrand hefur lagt til að arður nemi 1,2 norski krónu, um 14,8 íslenskum, á hlut, sem er rúm 35 prósent af hagnaði fyrirtækisins á síðasta ári, að sögn Reuters.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×