Erlent

Ástralskur liðsauki kominn til A-Timor

Jose Ramos Horta, forseti Austur-Timor.
Jose Ramos Horta, forseti Austur-Timor.

Tvöhundruð manna framvarðasveit ástralskra hermanna kom til Austur-Timor í dag. Jafnframt kom áströlsk freigáta upp að ströndinni undan Dili, höfuðborg landsins.

Ástralarnir eiga að halda uppi lögum og reglu eftir að reynt var að myrða bæði forseta og forsætisráðherra landsins.

Um 1600 lögreglumenn frá Sameinuðu þjóðunum og 1000 ástralskir hermenn eru fyrir á Austur-Timor.

Jose Ramos Horta, forseti, særðist lífshættulega en hann varð fyrir þrem skotum. Hann mun þurfa að gangast undir fleiri aðgerðir. Horta er á sjúkrahúsi í Ástralíu.

Nýja Sjáland hefur einnig sett herlið í viðbragðsstöðu og er reiðubúið að það til eyjarinnar ef þörf krefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×