Erlent

Aðeins hærra næst, majór

Óli Tynes skrifar
c-130 Herkúles flutningavél.
c-130 Herkúles flutningavél.

Sænskur herflugmaður sem flaug 35 tonna Herkúles flutningavél svo lágt að hún nánast straukst við jörðina var í síðustu viku settur í tímabundið flugmann.

Þetta gerðist á heræfingu. Flugmaðurinn er majór að tign og á að baki mörgþúsund flugtíma.

Sjálfum fannst honum að hann hefði ekki farið hættulega lágt, en þegar yfirmenn hans höfðu skoðað myndband af atvikinu voru þeir ekki í nokkrum vafa.

Þið getið sjálf dæmt um þetta lágflug með því að smella hér fyrir neðan.

SMELLA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×