Erlent

Norska sendiráðinu í Kabúl lokað vegna hótunar

Óli Tynes skrifar
Frá Kabúl.
Frá Kabúl.

Norska sendiráðið í Kabúl hefur verið rýmt og því lokað vegna hótunar um hryðjuverkaárás.

Skrifstofu neyðarhjálpar norsku kirkjunnar í höfuðborg Afganistans hefur einnig verið lokað.

Norska utanríkisráðuneytið vill ekki segja fjölmiðlum hvert sendiráðsfólkið var flutt né heldur hvers eðlis hótunin var.

Hótunin er þó metin nógu alvarleg til þess að grípa til róttækra ráðstafana. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins segir óvíst hvenær sendiráðið verður opnað á ný.

Norska Dagbladet segir að sendiráðsfólkið hafi fengið fyrirmæli um að tjá sig við fjölmiðla. Öðrum Norðmönnum í Afganistan hefur verið ráðlagt mjög ákveðið að þegja einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×