Erlent

Íslensks pilts enn leitað á Jótlandi

Sighvatur Jónsson í Danmörku skrifar
Bíll Ívars fannst yfirgefinn og bensínlaus á mánudagsmorguninn.
Bíll Ívars fannst yfirgefinn og bensínlaus á mánudagsmorguninn. MYND/Sighvatur Jónsson

Danska lögreglan hefur um helgina kannað tvo staði á Jótlandi eftir að vísbendingar bárust um að 18 ára íslenskur piltur, Ívar Jörgensson, væri þar niðurkomin, en ekkert hefur spurst til hans í heila viku.

Í gær barst vísbending um að Ívar væri innilokaður í húsi í bænum Hobro, en húsleit lögreglu leiddi í ljós að svo var ekki. Í dag barst vísbending um að Ívar væri í bænum Arden á Norður-Jótlandi, en lögregla hefur enn ekki orðið hans var þar. Báðir bæirnir eru í um 30 kílómetra fjarlægð frá heimili Ívars.

Ekkert hefur spurst til Ívars frá síðasta sunnudegi, en bíll hans fannst yfirgefin og bensínlaus nokkra kílómetra frá heimili fjölskyldunnar á mánudagsmorgun. Samkvæmt rannsókn lögrelgu er farsími Ívars rafmagnslaus, en hann var síðast notaður á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×