Erlent

15 ára drengur hálshöggvinn í Saudi Arabíu

Aftökur eru venjulega opinberar í Saudi Arabíu.
Aftökur eru venjulega opinberar í Saudi Arabíu.

Fjölskylda fimmtán ára drengs í Saudi-Arabíu sem var hálshöggvinn fyrir morð vill fá bætur frá ríkinu á þeim forsendum að aftaka hans brjóti í bága við lög.

Drengurinn var aðeins þrettán ára þegar hann var dæmdur fyrir að myrða annan dreng. Foreldrarnir og lögfræðingur þeirra segja að  lögreglumenn hafi barið hann þar til hann játaði.

Fjölskylda drengsins heimsótti hann reglulega í fangelsið en þegar hún kom þangað einn daginn var henni tilkynnt að búið væri að hálshöggva hann. Þau hafa ekki fengið líkið afhent og ekki sagt hvar það er.

Lögfræðingur fjölskyldunnar segir að samkvæmt lögum megi ekki lífláta unglinga sem eru undir fimmtán ára að aldri þegar þeir fremja afbrot sín. Því hafi verið lögbrot að taka hann af lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×