Ljótasti flugvöllur í hei ... 1. febrúar 2008 17:18 Var að koma frá Akureyri eftir ágætan stjórnarfund hjá Leikfélagi Akureyri en þar erum við að undirbúa ráðningu á nýjum leikhússtjóra; Magnús vinur okkar er jú á förum eftir farsælt starf svo ekki sé meira sagt. En athugasemd mín er sumsé þessi: Hvernig í ósköpunum er hægt að bjóða landsmönnum - og erlendum túristum - upp á jafn örmurlega aðstöðu og blasir við öllum á Reykjavíkurflugvelli. Þvílík skúraskrifli. Þvílíkur daunn. Og þvílíkur sóðaskapur. Skrapp á klóið eftir mjúka lendingu á suður-norður brautinni og þar var skítugra um að horfast en á verstu kráarklósettum Suður-Evrópu. Mér er hreint slétt sama þótt menn ætli að fara að reisa nýja miðstöð undir innanlandsflugið í Vatnsmýrinni. Og gefi því kannski aflátt af núverandi aðstöðu. Umhverfisslysið innandyra á Reykjavíkurflugvelli er þjóðinni til skammar. Þarf að skrifa aðra Alþýðubók um sóðaskap landsmanna ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun
Var að koma frá Akureyri eftir ágætan stjórnarfund hjá Leikfélagi Akureyri en þar erum við að undirbúa ráðningu á nýjum leikhússtjóra; Magnús vinur okkar er jú á förum eftir farsælt starf svo ekki sé meira sagt. En athugasemd mín er sumsé þessi: Hvernig í ósköpunum er hægt að bjóða landsmönnum - og erlendum túristum - upp á jafn örmurlega aðstöðu og blasir við öllum á Reykjavíkurflugvelli. Þvílík skúraskrifli. Þvílíkur daunn. Og þvílíkur sóðaskapur. Skrapp á klóið eftir mjúka lendingu á suður-norður brautinni og þar var skítugra um að horfast en á verstu kráarklósettum Suður-Evrópu. Mér er hreint slétt sama þótt menn ætli að fara að reisa nýja miðstöð undir innanlandsflugið í Vatnsmýrinni. Og gefi því kannski aflátt af núverandi aðstöðu. Umhverfisslysið innandyra á Reykjavíkurflugvelli er þjóðinni til skammar. Þarf að skrifa aðra Alþýðubók um sóðaskap landsmanna ... -SER.